Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 22
444 KIRKJURITIÐ Þessir þátttakendur voru frá 179 kirkjum í 54 löndum, en kjörnir fulltrúar (502) komu fram fyrir 132 kirkjur í 42 lönd- um. Talið er, að í kirkjum þessum séu um 170 milljónir manna. Að morgni sunnu- dags 15. ágúst gengu þátttakendur í skrúð- göngu til fagurrar og mikillar Metódista- kirkju í Evanston, margir í litríkum bún- ingum, en aðrir í venjulegum klæðnaði. Var hinn mikli sálm- ur Lúters, „Vor Guð er borg á bjargi traust“, leikinn og sunginn, meðan skrúð- gangan fór fram. Guðsþjónustan bar f jölbreytninni vitni. Boegner las Jes. 53 á frönsku. Athenagoras las Fil. 2, 1—11 á grísku og Berggrav trúarjátninguna á þýzku. Erkibiskupinn af Kantaraborg og Metódistakirkjan. klerkur frá Indlandi fluttu bænir o. s. frv. Oxnam biskup prédikaði og endurtók hvað eftir annað vígorðið frá Amsterdamþinginu: „Vér ætlum að standa saman." Hann er orðlagður ræðuskörungur. Síðar um daginn sátu um 3000 manns veizlu Chicagoborgar, og kynntust þá margir. En um kvöldið fór fram ógleymanleg og ólýsanleg athöfn á stærsta leikvangi borgarinnar. Var það guðsþjónusta með sérstöku sniði, og tóku þátt í henni framt að því eins margt fólk og til er á Islandi, eða um 125000 manns. Þátttakendur gengu í skrúðfylkingu inn á leikvanginn og stórkostlegar leiksýningar fóru fram, er lýsa áttu „Máttar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.