Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 32

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 32
454 KIRKJURITIÐ Það er eins og allir, sem kynnast honum, keppist um að vera vinir hans, og gera honum hvern þann greiða, er framast mátti. Hann hefir hlotið þegar á unglingsárum að búa yfir fágætum hæfileika til að umgangast aðra og vinna hylli þeirra, traust og samúð, jafnt yfirboðara sinna og félaga. Þeir Skálholtsfeðgar, biskuparnir dr. Finnur og dr. Hannes, hvor af öðrum og báðir í senn, gerðu allt, sem unnt var, til að styðja að frama Jóns Þorlákssonar og ljá honum brautargengi sitt, þegar mests við þurfti síðar. Og skóla- bræður hans og æskuvinir héldu margir við hann órofa- tryggð alla tíð og sýndu það í ýmsu. En þar má óefað telja fremstan í flokki Halldór Hjálmarsson, sem beint vann að skáldfrægð hans, eins og síðar verður getið. Og þessir persónutöfrar verða aldrei viðskila við séra Jón Þorláksson. Hvar, sem hann fór, varð hann brátt umkringdur af þeim, sem vildu honum vel. Er þetta ekki sízt augljóst, er hann á miðjum aldri kemur í nýtt og algjörlega framandi byggðarlag. Ekki varð mannheill hans minni þar en annars staðar. Hér hafa vafalaust vegið mikið fjölþættar og einstæðar gáfur hans, andlegt fjör og meðsköpuð glaðværð, sem að visu gat á stundum brot- izt út í allnöpru háði, en þó oftar miklu á saklausan hátt og hefir hlaðið umhverfi hans viðfelldnum og notalegum blæ. En mestu hefir ráðið um vinsældir séra Jóns Þorláks- sonar, að hann var sjálfur óvenju grandvar í öllum skipt- um við aðra og mátti þar ekki vamm sitt vita, einarður en undirhyggjulaus, drengur svo góður, að allir gátu borið til hans traust og hlýju. Jón Sigurðsson, forseti, sagði líka um þennan fræga Arnfirðing: ,,Því mannelska og hjartagæzka og græsku- laust gaman hefir verið ríkast í skaplyndi hans, þegar hann mátti njóta sin.“ (Ljóðm. II. Formáli.) Það er athyglisvert, að beint úr Skálhoitsskóla er Jón Þorláksson sendur inn á ríkasta heimili landsins og í þjón-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.