Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 13
VÍSITAZÍA
435
við svo til Isafjarðar, og var gist á prestsetrinu næstu nætur.
Laugardaginn 31. júlí vísiteraði ég ísafjarðarkirkju. Söng-
flokkur hennar er stór og mjög góður, enda söngstjóri og organ-
leikari frábær. Ingvar Jónasson, sonur hans, lék einleik á fiðlu,
frumsamið lag. ísafjarðarkirkja var reist fyrir 94 árum. En
laust fyrir aldamótin var bætt við hana kór. Árið 1934 var
reist söngstúka að norðanverðu við kirkjuna og þar komið fyrir
vönduðu pípuorgeli. Kirkjan tekur um 300 manns í sæti. Hún
er fagurt Guðs hús, rafhituð og raflýst og í alla staði vel við
haldið. Henni hafa verið gefnir margir ágætir munir. Þannig
gáfu til dæmis kvenfélögin Hlíf og Ósk á ísafirði vandaðan
gólfdregil og dúk fyrir framan altari, Þorsteinn Sch. Thor-
steinsson lyfsali fagra ljósastjaka til minningar um fermingu
sína í ísafjarðarkirkju fyrir 50 árum, Guðrún Pétursdóttir
biskupsfrú altarisklæði og altarisdúk og dr. Sigurgeir Sigurðs-
son biskup kirkjulíkan.
Um kvöldið sátu starfsmenn safnaða ísafjarðar og Hnífsdals
og fleiri gestir boð prestshjónanna.
Sunnudaginn 1. ágúst vísiteraði ég í Hnífsdal. Fékk söfnuður-
inn þar leyfi til þess, árið 1925, að vera sérstakur söfnuður.
En kirkja hefir ekki enn verið reist þar, svo að við héldum
guðsþjónustu í barnaskólanum. í sambandi við skólahús, sem
langt er komið að byggja, er í smíðum kapella, og er ætlazt til
þess, að smíði hennar verði lokið fyrri hluta næsta vetrar.
Um kvöldið héldum við guðsþjónustu í skólahúsinu að Braut-
arholti í Skutulsfirði. Er þar í firðinum mikill og eindreginn
áhugi á því að reisa kapellu.
Mánudaginn 3. ágúst hófst vísitazía í Vestur-ísafjarðar-
Prófastsdæmi. Þar vísiteraði ég Staðarkirkju í Súgandafirði og
kirkju og söfnuð að Suðureyri. Sóknarprestur er séra Jóhannes
Pálmason. Staöarkirkja er hrörleg orðin. Þaðan fara enn fram
útfarir, en ekki er messað nema einu sinni eða tvisvar á ári.
Suðureyrarkirkja er vönduð og vegleg steinkirkja og tekur um
160 manns í sæti. Hún var vígð 1937 og þá skuldlaus. Henni
hafa verið gefnar margar ágætar gjafir af Súgfirðingum og
vinum þeirra, svo sem altaristafla, ljósakrónur, skírnarfontur
og klukkur. Sóknarpresturinn hefir mjög eflt kirkjusöng í kaup-
túninu.