Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 24
446 KIRKJURITIÐ og endalok veraldar, en dr. Calhoun lýsti skilningi þeim, sem Vesturheims guðfræðingar aðhylltust meira: Vonin í Jesú Kristi á engu síður við Guðs ríki meðal vor, hér í tímanum og á vorri jörð. Þingstörfin. Þingi var áfram haldið út ágústmánuð, og gengu störfin mjög greiðlega sakir þess, hve allt var vel undirbúið. Starfaði þingið í mörgum hópum, er höfðu hver sitt verkefni, en því næst báru hóparnir sig saman o. s. frv. Fulltrúi íslenzku kirkjunnar, Bragi Friðriksson, var í hópnum, sem fjallaði um „Trú og skipulag“. Þetta, að starfa í hópum, sem ekki voru mjög fjölmennir, olli því meðal annars, að menn kynntust þar miklu frekar. Voru framsöguræður fluttar og ályktanir samþykktar, en óhugsandi er að greina frá því hér. Þar er af svo miklu að taka, að ekki væri unnt að velja og hafna, enda lítið á að græða, nema fyrir þá, sem vilja lesa þingtíðindin. Lokaafgreiðsla um sjálft aðalefni þingsins, „Kristur, von heimsins“, fór fram á fundi 28. ágúst. Skýrsla ráðgefandi nefndarinnar, sem undirbjó málið, var samþykkt einróma, svo og boðskapur þingsins um þetta efni. Voru fjórir almennir fundir haldnir um þetta aðalmál þingsins, og samþykktar marg- ar breytingartillögur um orðalag. Mun sjaldan nokkurt mál hafa fengið rækilegri meðferð. Fjögur ár liðu frá því er efnið var valið, og nefnd, er til þess var kjörin, vann að því árlega- Voru skýrslur nefndarinnar jafnharðan sendar kirkjudeildun- um til yfirskoðunar og athugasemda. Að þessu starfi öllu loknu vann nefndin úr öllu efninu, og var það sú skýrsla, sem þingið fékk til meðferðar. Þá var málið rætt á þinginu af 15 hópum á 4 fundum hver hópur, en því næst dró nefnd saman niður- stöður hópanna. Á grundvelli alls þessa var svo saminn boð- skapur þingsins, sem áður er nefndur. Endar sá boðskapur með orðunum: „Gleðjist í voninni." Mannvalið. Á þessu þingi var saman komið eitthvert mesta mannval. sem dæmi eru til, og væri ekki rétt að fara hér að draga fram einstök nöfn. Þó má geta þess, af því að það er oss næst, að einn glæsilegasti leiðtogi þingsins þótti vera norski kirkjuhöfð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.