Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 39

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 39
SlRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 461 mín sál, og værðum hafna“, iðrunarsálmur, stórbrotinn og fagur, styttur og all-mjög breytt. Þá er nr. 339, hinn alþekkti, sígildi sálmur: „Burt með heimsins ónýtt yndi, Ei er veröld mér svo kcer.“ Og nr. 386: „Mín von er, Drott- inn, á þér öll“, en þar er mörgum versum gerbreytt. Og loks, auk ,,Sumarkveðjunnar“, sem eg gat um áðan (nr. 519), gullfallegur sálmur, frumortur, og einnig haustsálm- ur að uppruna: „Ó, Drottinn kær, hvað veiztu vel vankvæði gervöll mín. Mér hjálpar æ, hvar helzt eg dvel, hjástoð og gæzkan þín; halt mér stöðugum við þinn veg! Víst þín af hjarta, ef leita eg, ró gefst, en raunin dvín.“ En því miður hefir þessi snilldarlegi sálmur sætt sömu meðferð hjá oss og „Sjá! Nú er liðin sumartíö". En þetta er líklega eini sálmurinn, sem Magnús Stephensen lét á sínum tíma prenta orðréttan eftir handriti séra Jóns. Sálmar séra Jóns Þorlákssonar eru margir með miklum tilþrifum og listavel gerðir. En hvorki þeir né önnur ljóða hans, jafnvel ekki þau, sem frægust hafa orðið og fleyg- ust, hefðu gert hann að höfuðskáldi. Til þess urðu fyrst þýðingar hans á verkum þeirra Miltons og Klopstocks, eitt furðulegasta afrek, sem unnið hefir verið í bókmennt- um Islendinga og algerlega einstætt á sinni tíð, og raunar allt til þess, að Sveinbjörn Egilsson sneri Hómer og séra Matthías Jochumsson tók að glíma við þá Tegnér, Ibsen, Byron og Shakespeare. Englendingurinn John Milton á 17. öld og Þjóðverjinn Frederik G. Klopstock, nálega jafnaldri séra Jóns, unnu báðir til heimsfrægðar með ritum sínum, Paradísarmissi og Messíasarkviðu, sem eru eins og nöfnin bera með sér trúarlegs efnis, hið fyrra úr Gamla testamentinu, um fall Adams og Evu, og hið síðara úr guðspjallasögunni („Einn hetjudiktur um endurlausnina“). Eru verk þessi afar mikil

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.