Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 26
448
KIRKJURITIÐ
Eisenhower Bandaríkjaforseti ávarpaði þingið, svo og fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammerskjöld. Var
gerður góður rómur að máli þeirra.
í þinglok voru kosnir forsetar ráðsins og voru þeir allir nýir.
Meðal þeirra er þýzki kirkjuleiðtoginn Otto Dibelius, sem getið
hefir verið hér í ritinu áður. En heiðursforseti var kosinn hinn
frábærlega starfhæfi formaður miðstjórnarinnar, Bell, biskup
í Chichester.
Má óhætt taka undir þau orð Bandaríkjaforseta, sem hann
mælti í ræðu sinni: ,,Ef þessari miklu samkomu tækist að
hrinda af stað látlausri baráttu fyrir friði, studdri bæn, þá er
ég viss um, að dásamlegur árangur myndi af hljótast.“
M. J.
Innlendar fréttir.
KirkjuráS.
Séra Jón Þorvarðarson prestur í Háteigsprestakalli hefir
verið kosinn af andlegrar stéttar mönnum í kirkjuráð í stað
dr. Ásmundar Guðmundssonar biskups, sem nú er sjálfkjörinn
forseti ráðsins.
Akureyrarprestakall.
Séra Kristján Róbertsson, Siglufirði, hefir verið skipaður
sóknarprestur á Akureyri. Hlaut hann flest atkvæði við kosn-
ingu. Héldu Siglfirðingar þeim hjónum veglegt samsæti að
skilnaði.
Bjarnanessprestakall.
Séra Rögnvaldur Finnbogason, sem hefir þjónað Bjarnaness-
prestakalli, hefir nú hlotið þar lögmæta kosningu.
Hofskirkja í Oræfum.
Ræða sú, er Páll alþm. Þorsteinsson hélt við vígslu Hofs-
kirkju, hefir því miður ekki komizt að í Kirkjuritinu sakir
þrengsla, en mun koma síðar. Er svo um fleiri greinar, sem
ritinu hafa borizt.