Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 43
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 465 * séra Þorkdl á Staðastað, faðir dr. Jóns, þjóðskjalavarðar, og þeirra merku systkina. Guðrún tók allan arf eftir móður sína, að eigin ósk séra Jóns, en þær eignir voru miklar. Mar- grét lézt 10. desember 1808 og fékk þessa angurblíðu kveðju að norðan frá manni sínum: „Hvað tíminn hverfull sleit, þá hvikul lukka brast, eilífðin aftur teit ein lætur samtengjast. Svo kærleiks samdi hring sá leyndan trega bar, i þess endurminning að eitt sinn hennar var.“ (Ljóðabók II, 236.) Sjálfur dó séra Jón 21. október 1819, tæpra 75 ára. Þá orti Magnús Stephensen „Skáldseftirmæli“ í Klaustur- póstinum, og voru nú löngu al-sáttir eftir hin hörðu átök út af Sálmabókinni: „Hví mun skærast hana þagnað gal, svans ei framar söngvar fagrir hljóma, suða taka hásir gæsarómar? íslands Milton örendur nú skal.“ En frægust varð eftirmælavísa séra Péturs á Víðivöllum, föður dr. Péturs biskups: „Seraf lægsti sig má vara, söngva þegar kemur í skara þjóðskáldið Jón Þorláksson; ef hann hafði engils tungu yfirklæddur dufti þungu: hvers mun síðar vera von?“ Beztu ár séra Jóns norður á Bægisá hafa að ýmsu leyti verið farsælust ævi hans allrar og frjóust skáldanda hans og listamannseðli. Hann hefir á margan hátt átt þar góða daga og náðuga í embætti hin síðari ár, er hann hélt að- stoðarprest og sleppti við hann stærri sókninni, Bakka í öxnadal. Og skort hefir liann aldrei liðið. Stórvirki, eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.