Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 43
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 465 * séra Þorkdl á Staðastað, faðir dr. Jóns, þjóðskjalavarðar, og þeirra merku systkina. Guðrún tók allan arf eftir móður sína, að eigin ósk séra Jóns, en þær eignir voru miklar. Mar- grét lézt 10. desember 1808 og fékk þessa angurblíðu kveðju að norðan frá manni sínum: „Hvað tíminn hverfull sleit, þá hvikul lukka brast, eilífðin aftur teit ein lætur samtengjast. Svo kærleiks samdi hring sá leyndan trega bar, i þess endurminning að eitt sinn hennar var.“ (Ljóðabók II, 236.) Sjálfur dó séra Jón 21. október 1819, tæpra 75 ára. Þá orti Magnús Stephensen „Skáldseftirmæli“ í Klaustur- póstinum, og voru nú löngu al-sáttir eftir hin hörðu átök út af Sálmabókinni: „Hví mun skærast hana þagnað gal, svans ei framar söngvar fagrir hljóma, suða taka hásir gæsarómar? íslands Milton örendur nú skal.“ En frægust varð eftirmælavísa séra Péturs á Víðivöllum, föður dr. Péturs biskups: „Seraf lægsti sig má vara, söngva þegar kemur í skara þjóðskáldið Jón Þorláksson; ef hann hafði engils tungu yfirklæddur dufti þungu: hvers mun síðar vera von?“ Beztu ár séra Jóns norður á Bægisá hafa að ýmsu leyti verið farsælust ævi hans allrar og frjóust skáldanda hans og listamannseðli. Hann hefir á margan hátt átt þar góða daga og náðuga í embætti hin síðari ár, er hann hélt að- stoðarprest og sleppti við hann stærri sókninni, Bakka í öxnadal. Og skort hefir liann aldrei liðið. Stórvirki, eins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.