Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 31
SlRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 453 „Hvert skal eg huga venda? hvar get eg fundið ró? glaðværðin er á enda, öll mín hugsvölun dó; sál tvist særist, sitt hefir yndi misst, ó, hvað þær undir svíða, allt horfir nú til kvíða, allt kringum mig er myrkt, mitt gleðiljós er byrgt.“ (Móðurminni. Ljóðabók II, 325.) Þau voru fjögur alsystkinin og eitt þeirra var Páll, er prestur varð á Þingvöllum og kunnur maður á sinni tíð. Barn að aldri flutti Jón Þorláksson með foreldrum sín- Um frá Selárdal. Hafði þá faðir hans, sem að ýmsu leyti var vel gefinn og all-lærður, orðið að víkja úr embætti vegna misferlis, sem hjá honum varð í kirkju við tíða- gerð, og tók ekki brauð aftur, en hafði sýsluvöld og annan veraldarstarfa á hendi lengi síðan og á ýmsum stöðum. Hefir rótleysi fjölskyldulífsins, sem af þessu stafaði, vafa- laust mótað mjög viðkvæman huga Jóns Þorlákssonar á þessum árum og skilið þar eftir djúp spor. Er það auðsætt af sumu því, er hann orti ungur og landfleygt varð, eins og hálfkærings vísum um föður hans og heimilið í Teigi í Fljótshlíð, þar sem hann mun síðast hafa dvalið í föður- húsum. En kornungur var hann tekinn í Skálholtsskóla °g vó sú vist upp margt það, er hann hafði farið á mis við á ferð og flugi bernskuáranna. Undir handarjaðri biskupsins, dr. Finns Jónssonar, hins mikla lærdómsmanns, °g ágætra kennara á þessu fræga menntasetri tók hann miklum framförum og þroska á skömmum tíma. Lauk hann stúdentsprófi þegar vorið 1763, eftir þriggja vetra nám og með bezta vitnisburði. Og þá undir eins eru þau ein- kenni skýr og áberandi, sem ávallt síðan fylgdu séra Jóni Þorlákssyni á hverju sem gekk, og skópu honum mesta lifsgæfu. En það er mannheill hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.