Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 31
SlRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 453 „Hvert skal eg huga venda? hvar get eg fundið ró? glaðværðin er á enda, öll mín hugsvölun dó; sál tvist særist, sitt hefir yndi misst, ó, hvað þær undir svíða, allt horfir nú til kvíða, allt kringum mig er myrkt, mitt gleðiljós er byrgt.“ (Móðurminni. Ljóðabók II, 325.) Þau voru fjögur alsystkinin og eitt þeirra var Páll, er prestur varð á Þingvöllum og kunnur maður á sinni tíð. Barn að aldri flutti Jón Þorláksson með foreldrum sín- Um frá Selárdal. Hafði þá faðir hans, sem að ýmsu leyti var vel gefinn og all-lærður, orðið að víkja úr embætti vegna misferlis, sem hjá honum varð í kirkju við tíða- gerð, og tók ekki brauð aftur, en hafði sýsluvöld og annan veraldarstarfa á hendi lengi síðan og á ýmsum stöðum. Hefir rótleysi fjölskyldulífsins, sem af þessu stafaði, vafa- laust mótað mjög viðkvæman huga Jóns Þorlákssonar á þessum árum og skilið þar eftir djúp spor. Er það auðsætt af sumu því, er hann orti ungur og landfleygt varð, eins og hálfkærings vísum um föður hans og heimilið í Teigi í Fljótshlíð, þar sem hann mun síðast hafa dvalið í föður- húsum. En kornungur var hann tekinn í Skálholtsskóla °g vó sú vist upp margt það, er hann hafði farið á mis við á ferð og flugi bernskuáranna. Undir handarjaðri biskupsins, dr. Finns Jónssonar, hins mikla lærdómsmanns, °g ágætra kennara á þessu fræga menntasetri tók hann miklum framförum og þroska á skömmum tíma. Lauk hann stúdentsprófi þegar vorið 1763, eftir þriggja vetra nám og með bezta vitnisburði. Og þá undir eins eru þau ein- kenni skýr og áberandi, sem ávallt síðan fylgdu séra Jóni Þorlákssyni á hverju sem gekk, og skópu honum mesta lifsgæfu. En það er mannheill hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.