Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 44

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 44
466 KIRKJURITIÐ og þýðing Paradísarmissis og Messíasarkviðu, vinnur eng- inn maður í vesöld og volæði, þó að snillingur sé. Umhverfi séra Jóns fyrir norðan hefir verið honum geðfellt, og ekki brást honum þar mannheUlin, fremur en annars staðar, eins og fyrr var sagt. Raunar talar hann enga tæpitungu við sóknarbörn sín, Þelmerkingana, í ljóð- um sínum og lausavísum. Og ef til vill hefir honum fund- izt, að hann ætti heldur litlum skilningi hjá þeim að fagna oft. Jón forseti getur þess í æviminning séra Jóns, að hann hafi heyrt, að eigi hafi farið sérlega mikið fyrir kenni- mannshæfileikum hans. Séra Einar Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, yngri samtíðarmaður séra Jóns, reit forseta bréf og leiðrétti þennan misskilning. Þar segir: ,JHvernig getur þetta verið satt? Hver, sem Jieyrði hann tála, gat ekki annað um það sagt, en að Svada1) sæti á vöi'um hans. Svo var Jionum létt um mál. Sætur, lipur og streymandi talandi syilaði á vö't'um hans. Augun tindr- uðu, tær og skær eins og silfurglitrandi stjama í heiði, og gerðu mikil áhrif á þeim (sic.), sem Jiann sá.“ Persónutöfrar séra Jóns hafa heldur ekki brugðizt hon- um á þessum vettvangi. Hitt er annað, að skáldið hefir hér skyggt á prestinn, ef svo mætti segja. Séra Matthías átti og ekki að hafa verið mikill kennimaður í kirkju. Það er enn algengt að heyra hjá sumu gömlu fólki í Eyja- firði. Þjóðskáld mátti ekki vera annað en þjóðskáld í vitund manna. Yfirburðir snilldarinnar máttu ekki koma niður nema á einum stað. Séra Jón Þorláksson vildi vera hvort tveggja: prestur og sJcáld. Og þó að nú fari minna fyrir hinu áðurnefnda í endurminning þjóðar hans, má kirkjan sízt gleyma því, að hann var hennar sonur og hennar þjónn, „prestur i fúll 30 ár“, eins og stendur undir margstrengjuðu hörp- imni á legsteini hans í Bægisárgarði. 1) Mælskulistin.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.