Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 5
Kirkjuritið 147 Vér kveðjum þann mann, er var sendur aj GuSi. Á hent- ugum tíma kom þessi maður fram til þess að fylgja æskunni inn í Guðsríki. Þetta var ævistarf hans, að kalla á menn og segja: „Beinið sjónum yðar að ljósinu. Snú þú við. Þú skalt hverfa frá myrkrinu og stefna að ljósinu". Sjálfur horfði hann á ljósið. Ljósið leiftraði í kring um hann. Snemma ævinnar var hann handgenginn hinu heil- aga, er hann lærði að biðja sem bam við móðurkné. Man ég ljúflyndi og bros elskulegrar móður hans. Af henni gat ungur sonur lært að leggja allt í hönd Drottins. Æskuárunum var fagnað. Námið var stundað hér og er- lendis. I Kaupmannahöfn sá hann skæra birtu streyma frá hinu sanna ljósi. Kvöld eitt kom hann niður í kjallara í samkomuhúsi, er Bethesda nefnist. Þar var hópur drengja og unglinga. Samkomunni var stjórnað af ungum guðfræði- kandídat, Olfert Ricard, er síðar varð hinn víðfrægi prédik- ari og æskulýðsleiðtogi. Á þessum stað ljómaði dýrð Drott- íns. Fri&rik horf&i hugfanginn á hina himnesku sýn. Drott- mn kallaði á hann, og upp frá því var honum þetta ljóst: >>Ég er sendur af Guði til þess að vitna um ljósið“. Nú gat hann sagt: ,,Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól“. Upp frá þessu helgaði hann Drottni líf sitt og starf, og starfið hefir alltaf helgazt af þessari játningu: Lífið er mér Kristur. Mitt líf er sjálfur hann. Páll postuli sagði við Agrippu konung: ,,Ég gjörðist eigi ohlýðinn hinni himnesku vitrun“. Sjáum vér ekki einnig starf séra Friðriks í ljósi þessara orða? Nær því 64 ár eru liðin frá því Friðrik kom heim frá Kaupmannahöfn. Þegar í stað hóf hann starfið, og það sást þá og fram að síðustu stundum ævinnar, að hann var hlýð- mn hinni himnesku vitrun. Það sást, að hann var sendur af Guði. En hve ég man þá stundir, er sungið var af krafti: >>Sjáið merkið! Kristur kemur, krossins tákn hann ber. Næsta dag vér náum sigri, nálæg hjálpin er. Jesús kallar:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.