Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 41
Kirkjuritið
183
Var hann því aufúsugestur hvar, sem hann kom, hvort held-
ur á heimili stéttarbræðra sinna eða á heimili sóknarbarna
sinna.
Hann tók virkan þátt í öllu samstarfi presta, bæði á hér-
aðsfundum og í prestafélagsdeildinni Hallgrimsdeild.
Þó mun það hafa háð honum, og gjört hann hlédrægari,
en þurft hefði að vera, að heilsa hans var ekki traust.
Vegna veikinda varð hann að segja af sér prestskap, og
fékk hann lausn 9. marz 1957. En er heilsa hans batnaði, sótti
hann aftur um sitt gamla prestakall, og var hann kosinn
löglegri kosningu, þótt hann væri eini umsækjandinn; sýnir
það glöggt virðingu og hlýhug safnaðarbarna hans. Var hon-
um veittur aftur Breiðabólstaður á Skógaströnd hinn 1. júní
1958.
Hinn 26. nóvember 1953 gekk séra Sigurður að eiga heit-
konu sína, Arnbjörgu Eysteinsdóttur, bónda að Breiðaból-
stað á Skógaströnd. Varð þeim hjónum tveggja barna auð-
ið, og lifir efnileg og elskuleg stúlka, hinn góða föður sinn.
Við fráfall hans er mikill harmur kveðinn að þeim mæðg-
um báðum, eins og móður hans, fósturmóður og vandamönn-
um öllum.
Hluttekning sú, sem þeim er öllum sýnd kom glöggt í ljós
við hina fjölmennu útför hans. Sóknarbörn hans fjölmenntu
til Reykjavíkur til að heiðra minningu hans.
Þegar vinir og vandamenn allir, stéttarbræður og sókn-
arbörn spyrja: „Hví dó hann svo ungur? Hví dó hann svo
sviplega“, þá koma þeim í hug orð heilagrar ritningar í 7.
kapítula Opinberunnarbókarinnar, þar sem sagt er að þeir,
sem komnir eru heim úr þrengingunni miklu, og sem hvít-
fágað hafa skikkjur sínar í blóði lambsins, standi frammi
fyrir hásætinu og þjóni Guði dag og nótt í musteri hans.
Þótt oss finnist að hér sé mikið verkefni við mikla þjónustu
fyrir ungan mann á bezta aldri, sem á fyrir konu og ungu
barni að sjá, þá þarf Guð, sem öllu ræður og stjórnar, einnig
að kveðja menn til þjónustunnar í æðra musteri hans. Hann
einn veit hverjir eru hæfir til slíkrar þjónustu.