Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 45
Biblíumyndasjóður barna
INNGANGSORÐ
Á 85 ára afmæli mínu, 1. 1. 1961, afhenti stjórn Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grund mér meðal annars: 2 fimm þús-
und króna skuldabréf frá Byggingarsamvinnufélagi prentara
í Reykjavík, að ég gæti varið vöxtum þeirra til að gleðja
,,börnin í Grímsey og aðra þá, sem ég teldi ástæðu til að
gleðja“, en að öllu leyti var mér falið að setja sjóðnum skipu-
lagsskrá.
Skuldabréf þessi eru gefin út í september 1959 og ársvext-
ir 7%. Eiga þeir að greiðast 15. desember hvert ár. Bréfin
eru hluti af láni fyrrgreinds félags, og á lánið að greiðast
með jöfnum afborgunum við útdrátt bréfanna á 15 árum eins
og nánar er frá sagt í bréfunum sjálfum.
SKIPULAGSSKRÁIN
1. grein
Sjóðurinn heitir Biblíumyndasjóður barna í fámennum sóknum.
2. grein
Höfuðstólinn — tíu þúsund krónur — má ekki skerða. Þegar skulda-
bréfin verða greidd, ber að leggja andvirði þeirra í Söfnunarsjóð Is-
lands eða í 10 ára sparisjóðsbók Landsbankans. Sama er að segja um
gjafir sem sjóðnum kunna að berast, enda minni Kirkjuritið árlega á
hann,
3. grein
Af ársvöxtum 1960 skal 500 krónum varið til að stofna bókasafn
Grímseyjar-prestakalls með því að greiða þann fjórða hluta bókaverðs,
sem prestur þar mundi annars greiða. — En Ríkissjóður greiðir eins
°g lög mæla fyrir % hluta verðs þeirra bóka, sem fara í bókasöfn
prestakalla. Bækur þessar skulu valdar í samráði við biskup íslands
°g væntanlegan djákna eða prest í Grímsey.