Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 23
K i r k j u r i t i ð 165 Steigurlæti Þrátt fyrir allar hinar stórkostlegu framfarir og dásam- legu sigra vísindanna, hljómar óneitanlega dálítið hjákátlega í eyrum, að heyra sagt á þá leið, að nú séum vér alveg að því komnir að ráða lífsgátuna. En slíkt tal er ekki orðið mjög óal- gengt. Mikill er munur þess anda og hins, er lýsti sér í um- mælum Newtons, er hann taldi að þekkingu mannanna mætti líkja við það, er börn lékju sér að skeljum á strönd úthafs- ins, án þess að vita neitt verulega um það né annað á himni og jörð. Svo mun og enn vera, að þótt ein gátan leysist bíða ótal aðrar óleystar við dyrnar. Og þótt komist verði til annarra stjarna mun spölurinn til yztu marka styttast furðulítið. Mér virðist nýjustu uppgötvanir og vaxandi geta mann- anna á ýmsum sviðum, aðeins auka mikilleik skaparans í mín- um augum og undrunina yfir hyldýpi og undrum tilverunnar. Margir kunnustu vísindamenn virðast á sömu skoðun. Hver framsókn á hvaða sviði sem er, á að sjálfsögðu að vera oss fagnaðarefni. Hinu má samt ekki gleyma, að hliðar tilverunnar eru margar og vér mennirnir sjálfir fjölslungnir. Hverjum manni er eiginlegast og hollast að þroskast hlut- fallslega jafnt til líkama og sálar. Einhliða framfarir eru held- ur ekki æskilegastar á neinu sviði. Mörgum vitrum mönnum er það dagljóst nú á tímum, að sálþekkingin og siðgæðis- þroski vestrænna þjóða hefur ekki haldizt í hendur við tækniþróunina. Eftirfarandi ummæli Árna Pálssonar, sem hann ritaði 1926, eru íhugunarverð enn í dag: ,,Að vísu má segja, að styrjöldin mikla hafi greypilega sýnt og sannað, að vitsmunir og siðferðisþroski manna hafi ekki vaxið að sama skapi sem vald þeirra yfir náttúrunni, og því ber nú margur kvíðboga fyrir, að mennirnir muni aldrei verða svo viti born- ir, að þeir kunni að stjóma náttúruöflunum sér til gæfu, þó að þeim hafi unnizt vitsmunir til að beizla þau“. Reyndar finnst mér þetta of mikil svartsýni. Allar líkur má telja þess, að Guð leiði mannkynið að síðustu til fullkom-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.