Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 37
Kirkjuritið 179 Kirkjur eru að vísu illa sóttar. Og þó að kirkjusókn sé fjarri því að vera fullgildur mælikvarði á trúarlíf og and- legan þroska almennings, þá ætla ég að öllum væri fyrir beztu, að hún væri stórum almennari. Ég held að áhugamenn, bæði í hópi presta og leikmanna, gætu þarna betur að unnið en nú gera þeir. Hitt finn ég að vísu bezt á sjálfum mér, að ,,hægara er að kenna heilræðin en halda þau“. Áður en ég lýk þessu spjalli, þykir mér við eiga að víkja fáum orðum að einu helzta höfuðmáli íslenzkrar kirkju og kristni: Endurreisn biskupsdóms á Hólum og í Skálholti. Fyrir áttatíu árum var hafizt handa um viðreisn staðar- ins á Hólum í Hjaltadal. Er það höfuðsómi fyrir sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, að hafa þar haft frumkvæði og forystu. Staðurinn á Hólum var að vísu aldrei jafn hörmulega leik- inn og Skálholtsstaður. Á Hólum var þó alltaf dómkirkjan, veglegasta guðshús landsins, þótt rúin væri af skammsýnum niönnum. En biskup er enginn á staðnum — og mætti þó naumast minni vera metnaður okkar í dag, norðlenzkra nianna, en hann var fyrir 850 árum. Fyrir áttatíu árum var hafizt handa um viðreisn staðar- Skálholtsstað — hið ytra, og mátti í sannleika ekki öllu seinna vera. Ríkið hefur lagt milljónir króna fram í þessu skyni. Haldin var stórkostleg Skálholtshátíð í tilefni af níu alda afmæli biskupsstóls á staðnum. Erlendir frændur okk- ar færa hinni nýju og veglegu kirkju dýrindis gjafir. En svo gerast þau undur og stórmerki, að menn velta vöngum yfir þvi árum saman, hvað gera skuli eiginlega við staðinn. Sitt- hvað hefur verið nefnt í því sambandi: Sumarbúðir, hvíldar- staður fyrir presta — og ég man ekki hvað og hvað. Það er eins og menn veigri sér við að nefna hið eina, er hæfir Skál- holtsstað: biskupssetur. Það er engu líkara en þeir, sem ráð- in hafa, haldi að himinn og jörð forgangi, ef öllum æðstu °g veglegustu stofnunum þjóðarinnar er ekki hrúgað saman í Reykjavík. Eigi man ég betur en höfundur Hungurvöku segi, að Skálholtskirkja megi með réttu kallast móðir allra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.