Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 49
191
Kirkjuritið
Þær fregnir berast frá Svissiandi, að bæði kaþólskir og mótmælenda-
prestar hafi í fyrsta skifti í sögunni gengist fyrir fjölmennum samkom-
um í Gali. þar sem megináherzlan hafi verið lögð á að auka gagnkvæm-
an skilning og bræðralag meðal manna úr ólíkum kirkjudeildum. Og
reyna að ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem helzt varna sameiginlegra
átaka kristninni til eflingar.
Þótt kaþólska kirkjan bannaði frönsku verkamannaprestana, er nú ný
tegund þeirra í uppsiglingu í Róm með vitund og vilja páfastólsins.
Sagt er að nokkur hundruð guðfræðinema klæðist þar vinnufötum á
hverjum fimmtudegi og gegni verkamannavinnu hér og þar í borginni.
Tilgangurinn er sá, að þeim verði síðar auðveldara að skilja og hafa
samband við verkalýðinn.
Kristian Schjelderup biskup á Hamri hefur nýlega vígt fyrsta kven-
prestinn í Noregi, frú Ingrid Bjerkás. Sex af níu biskupum þar í landi
lýstu sig andvíga þeirri nýbreytni — en engar verulegar deilur hafa
af því risið.
^engt Sundhler, prófessor í kristniboðssögu við Uppsalaháskóla, hefur
verið kjörinn biskup í Tanganyika. Hann var trúboði á styrjaldarárun-
um.
Yfirmaður Iútersku kirkjunnar i Þýzkalandi. — Svo sem kunnugt er
sagði dr. Dibelíus af sér í vetur sem yfirbiskup þýzku kirkjunnar. Er
hann heimskunnur áhrifamaður, sem hefur þó hin síðari ár átt í ærn-
Uln vanda sakir þess, að austur-þýzk stjórnarvöld hafa litið hann frem-
ur óhýru auga og lagt ýmsa steina í götu hans. En lúterskaa kirkjan
er eina stofnunin í Þýzkalandi, sem nær til beggja landshlutanna og
hefur sameiginlegan yfirmann. Dibelíus bjó ú vestur svæðinu og hann
þótti og eindregin stuðningsmaður Natos og harðsnúinn mótstöðu-
u^aður kommúnista. Stundum var honum því synjað fararleyfis um
uusturhluta biskupsdæmis síns. Sjálfur var hann því þess hvetjandi að
eftirmaöur sinn yrði valinn með það fyrir augum, að hann ætti meiri
velvilja að fagna og greiðari götu austan járntjaldsins. Hins vegar töldu
margir, að dr. Hans Lilje biskup í Hannover væri fyrir lærdóm og
skörungsskap sjálfkjörinn í embættið. Það varð ofan á, að farið var að
ráðum Dibelíusar. Hinn nýji yfirbiskup heitir dr. Kurt Scharf. Skrif-
stofa hans verður í Austur-Berlín, þótt hann búi í vesturhlutanum.
Hann er lærður maður og ákveðinn. Einn af forystumönnum Játningar-
kirkjunar á sínum tíma. Sætti þá miklum ofsóknum og grimmilegri
fangavist. En dr. Scharf er virtur austan tjalds og hefur þar ferðaleyfi.
Talinn manna líklegastur til að geta varnað þess, að kirkjan klofni
a- m. k. fyrst um sinn. En öllum fregnum ber saman um, að erfiðleikar
Prestanna á austursvæðinu séu margir og raunar eigi kirkjan þar í
vök að verjast. En trúfesti fjölmargra ieikra og lærðra er samt við-
brugðið.