Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 20
162
Kirkjuritið
Og það er ekki aðeins í fjarlægum álfum, sem kristninni
er voði búinn vegna hugsunar og kæruleysis játenda hennar
um líf og starf kirkjunnar. Svo er meira að segja á Islandi nú
á dögum. Því að hver kynslóð er eins og akur, sem býr að
vísu að fyrri rækt, en verður þó vel að gæta í kristilegu tilliti.
Annars kemst hann í órækt, sem illt verður að ráða við um
langan aldur og getur leitt til eyðileggingar.
Vér þörfnumst sannarlega vortíða innan kirkjunnar — og
þær koma ekki nema vér gerumst sjálfir vormenn.
Talið er að upphaf einhvers fyrsta sálmsins, sem ortur hafi
verið af kristnum manni, sé að finna í Efesusarbréfinu, og
hljóðar svona:
Vakna þú, sem sefur —
Það er brýning, sem vér áreiðanlega þörfnumst.
Undraverð vanþekking
Ósjaldan ber það á góma og er borið á borð í blöðum,
meira að segja er því slett á sjálfu Alþingi, að hörmung sé
til þess að vita, hve miklu fé sé sóað í kirkjubyggingar af
almannafé, sem nær væri að nota til sjúkrahúsbygginga o.s.
frv. Flestir þeir, sem svo tala, munu samt sjálfir telja sig til
kirkjunnar og ekki gera neina kröfu til þess að hún sé slitin
úr tengslum við ríkið. En torvelt mun að benda á, að kirkjur
standi nokkurs staðar í óþökk þeirra safnaða, sem þær sækja.
Annars eru þessar ásakanir og umkvartanir alveg gripnar
úr lausu lofti og stafa af bláberri fáfræði.
Ríkissjóður hefur ekki fram á þennan dag kostað neinar
kirkjubyggingar að undanskildu framlagi til dómkirkna og
þeirra sem eru á vegum þjóðminjavarðar. Að minnsta kosti
er þá um hreinar undantekningar að ræða, sem mér er ó-
kvmnugt um.
Og það eru aðeins örfá ár síðan að samþykkt var á Alþingi
að stofna lánasjóð — Kirkjubyggingarsjóð Islands — með
— segi og skrifa — fimm hundruð þúsund króna framlagi á
ári, sem að vísu er nú orðið ofurlítið hærra.