Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 50
192 Kirkjuritið Prófastur Grænlendinga, Holger Balle er í þann veginn að segja af sér vegna helsubrests. Sem stendur gegnir séra Mads Lidegaard embætt- inu. Líklegast er þó talið að séra Svend Erik Rasmussen, prestur í Umanak í Norður-Grænlandi verði skipaður í það. Biskup Westergaard Madsen, hinn nýi Sjálandsbiskup, hyggst visitera Grænland frá 15. júlí til 14. ágúst. Aðeins tveir danskir biskupar hafa gert það áður. H. Ostenfeldt 1921 og Fuglsang-Damgaard 1953. Jens Chr. Chemitz er fyrsti Grænlendingurinn, sem tekið hefur guð- fræðipróf við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann lauk því nýlega með lofi. Faðir hans og afi voru prestar í Grænlandi. Afinn var danskur, amman grænlenzk, móðirin dönsk. Sjálfur var hann alinn upp í Dan- mörku frá því að hann var 10 ára. Er hann því farinn að ryðga í grænlenzkunni, þótt hann hafi dvalið tvisvar um hríð þar nyrðra. En hann kveðst ákveðinn í að gerast prestur þar. Dr. Krummacher, biskup í Greifswald, er talinn einna áhrifamesti kirkjuhöfðingi austan járntjalds. Gáfumaður og laginn. Kom allmikið til orða að hann yrði kosinn eftirmaður dr. Dibelíusar og valinn var hann í æðsta ráð þýzku kirkjunnar. Hann hefur nú lagt til að samið verði nýtt barnalærdómskver með tilliti til nýrra og breyttra aðstæðna. Verði m. a. að gefa nýjar leiðbeiningar um viðhorf kristinna manna bæði til fjölskyldulífsins og starfanna, jafnt á jákvæðan og neikvæðan hátt. ,,Ef t. d. væri beint spurt: Eigum vér að starfa sósíalistikt ? yrði svarið já. En við getum ekki lifað sósíalistíkt. Hvorki ég eða fjölskylda mín getum byggt tilveru okkar á guðleysi, heldur aðeins á hinu kristna fagnaðarerindi". 10. september í haust verður minnst 800 ára afmælis Sorökirkju í Danmörku. Þar var stofnað Benediktsmunkaklaustur um 1100 og gekk faðir Absalons konungs í það með samþykki konu sinnar. En brátt þótti ábótinn stunda meir sinn egin hag en Guðs og réð Absalon þá Cisterciensarreglubræður til að taka við klaustrinu. Er enn til gjafa- bréf frá Benediktsmunkum dagsett 13. júní 1161, þar sem þeir ánafna Cistersiensum klaustur sitt, Hófust þeir síðarnefndu þá strax handa um nýja kirkjubyggingu. Gudmund Schiöler, Hróarskeldubiskup, mun prédika við minningarguðsþjónustuna, og margt verður þar annað til hátíðabrigða. KIRK JURITIÐ Tímarit gefið út af Prestaféiagi íslands, kemur út 10 sinnum á óri. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. Sími 36894. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.