Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 29
171 K i r k j u r i t i ð Guðsdýrkun og bæn 27. Hvaö átl þú viö meö oröinu: guösdýrkun? Að dýrka Guð er að taka þátt í sameiginlegri lofgjörð og bœn til Guðs, hlusta á hans heilagá orð, játa hann sem Drottinn lífs míns og vinna verk mín honum til lofs og dýrðar. 28. Hvers vegna höldum vér sunnudaginn sem almennan helgidag kristn- innar? Vér höldum sunnudaginn sem almennan helgidag kristninnar sak- ir þess, að það var á fyrsta degi vikunnar að Drottinn Jesús Kristur reis upp frá dauðum. 29. Hvaö er bœn? Bæn er að lyfta hjörtum vorum til Guðs. Vér lofum hann og þökk- um honum; vér tölum við hann og hlustum á hann; játum syndir vorar og þiggjum fyrirgefningu hans; leitumst við að þekkja vilja hans; og beiðumst hins og þessa fyrir oss sjálfa og aðra. 30. Hvaöa bam var þaö, sem Drottinn Jesús Kristur guj oss? Hann gaf oss hina drottinlegu bæn, til þess að kenna oss hvernig vér eigum að biðja. Hann sagði: Þér skuluð biðja þannig: Faðir vor, þú sem ert á himnum .... Biblían 31. Hvaö er Biblían? Bæði Gamla- og Nýjatestamentið eru frásögn um opinberun Guðs, sem hann hefur veitt mannkyninu um sjálfan sig, með tilstuðlan Israels, hinnar útvöldu þjóðar sinnar og þó framar öllu með syni sínum, Jesú Kristi. 32. Hvernig var Biblían gefin oss? Biblían var gefin oss af hinum Heiaga Anda, sem í fyrsta lagi gæddi höfundana innblæstri sínum og veitti þeim vegsögu sína og leiddi síðan kirkjuna til að viðurkenna rit þeirra sem Heilaga Ritningu. 33. Hvernig ættum vér aö lesa Ritninguna? Vér ættum að lesa Biblíuna með þeirri löngun og bæn, að Guð talaði í orði hennar til vor í sinum Heilaga Anda og gerði oss fært að þekkja og gjöra vilja sinn. Sakramentin og önnur náðarmeðul 34. Hvaö ált þú viö meö oröinu sakrumenti? Með sakramenti á ég við notkun efnislegra hluta, sem tákn og pant Guðs náðar, og sem tæki þess að vér getum þegið gjafir hans. 35. Hverjir eru hinir tveir hlutar sakramentisins? Hinir tveir hlutir sakramentisins eru annars vegar hið ytra og sýnilega tákn, og hins vegar hin innri og andlega náð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.