Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 38
180
K i r k j u r i t i ð
annarra vígðra húsa á íslandi. Og kvað eigi Gizzur biskup
ísleifsson svo á, að í Skálholti skyldi ætíð biskupsstóll vera,
meðan Island væri byggt og kristni mætti haldast?
Skálholt á ekki að vera dauður minnisvarði fornrar frægð-
ar. Þar á að vera lifandi brunnur andlegs lífs, svo sem áður
var um aldir, — annað höfuðsetur kirkju og kristins dóms á
íslandi.
Hin andlega stétt hefur verið furðulega — mér liggur við
að segja óhæfilega — tómlát um endurreisn bislcupsstól-
anna á Hólum og í Skálholti. Og sjálft kirkjuþingið hefur
brugðizt þarna skyldu sinni. Þetta er hörmulega farið. ,,Að
fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“, segir Einar Ben.
Biskupsdóm ber að endurreisa á báðum hinum fornu setrum.
Það er heilög skylda lítillar þjóðar, sem á allt undir því,
að hún geymi sem vendilegast andlegra erfða, að hún missi
aldrei sjónar á fortíð sinni og sögu.
Endurreisn biskupsstólanna er tilfinningamál. Það er víst
satt. En eiga þá tilfinningarnar eigi nokkurn rétt á sér? Þar
fyrir utan er það bjargföst trú mín, að endurreisn hinna
fornu biskupsstóla mundi reynast Guðs kristni í landinu til
eflingar og ómetanlegrar blessunar.
Gisli Magnússon.
Vegurinn
Gleði mín lifði í ljóði
ljóðið mitt breyttist í veg.
Á veginum mætti ég manni
og maðurinn það var ég.
Hann lifði við daglanga drauma
draumarnir urðu að trú
er gaf mér þá vakandi vissu
að vegurinn minn ert þú.
Ulfnr Ragnarsson, lœknir.