Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 33
Stiklað á stóru Séra Jakob Jónsson skrifar eftirtektarverða grein í janúar- hefti Kirkjuritsins þ. á. Fjallar greinin um afstöðu prests- ins og samband hans við söfnuðinn fyrr og síðar. Séra Jakob kemur víða við. Þeim, sem vinveittir eru kirkju og kristni, fær grein hans margvíslegt og ærið um- hugsunarefni. Og ég dirfist að telja sjálfan mig í hópi þeirra manna. Ég hef alla ævi verið með vissum hætti kirkjuvin- ur og klerka. Kemur þar, að ég ætla, einkum þrennt til. Mér var í bernsku innrætt lotning fyrir kirkju og kris- indómi. Það gerði móðir mín blessuð. Hún var trúuð kona, en frjálslynd og fordómalaus og sannfærður spíritisti. I annan stað varð mér það fullkomlega ljóst af þeirri litlu nasasjón, er ég fékk af sögu íslenzkrar þjóðar, að hin and- lega stétt hefur í aldanna rás verið ein hin þarfasta stétt þessa litla þjóðfélags, þegar alls er gætt. Þetta er raunar svo augljóst mál, að eigi þarf hér að færa rök að, þótt tiltæk séu. Læt ég nægja að benda á þau sannindi, að í hópi presta og andlegrar stéttar manna hafa á öllum öldum verið ágætis- nnenn, ósjaldan afburðamenn, er lifað hafa þjóð sinni til mikillar blessunar og unnið henni ómetanlegt gagn í and- legum efnum og öðrum. Og svo er óefað enn í dag, sem bet- ur fer. — Hins er ekki að dyljast, að ég, sveitamaðurinn, horfi með óblandinni eftirsjá til þeirra daga, þegar prestur í sveit var allt í senn: andlegur leiðtogi, menningarfrömuður og sveitarhöfðingi. Og þá er komið að þriðja atriðinu, sem vafalaust veldur eigi litlu um það, hvern hug ég ber til kirkju og kristindóms. í æsku minni sátu í Skagafirði fram tveir höfuðklerkar, annar austan, hinn vestan Héraðsvatna: séra Björn á Mikla-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.