Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 25
Uppkast að barnalærdómi í ensku kirkjunni (í febrúar 1958 skipuðu ensku erkibiskuparnir samkvœmt sam- þykkt kirkjustefna, nefnd manna til að gera tillögur um nýjan barna- lærdóm. Skyldi hann vera á nútíðarmáli og vel fallinn til kennslu í skólum. í nefndinni áttu sæti sex biskupar — formaður var Dr. Cogg- an, nú nýskipaður erkibiskup í York — fjórir sóknarprestar, tveir guð- fræðiprófessorar, tveir rektorar við guðfæðiskóla og einn námsstjóri i kristnum fræðum. Nefndin lagði fram tillögur sínar snemma á þessu ári og hafa þær yfirleitt mætt mjög góðum viðtökum. Helzt finna ýmsir uppkastinu það til foráttu, að nefndarmönnum hafi orðið á sú sama villa og Magnúsi Stephensen, er hann gaf út ,,Leirgerði“ og síra Jón á Bægisá orti svo út af: Estersbók nefnir aldrei Guð en þótt í ritningu’ standi; en þú af sálmum uppstoppuð ei greinir neinn sé fjandi. Ályktun mín skal af þvi sú, að þið systurnar, hún og þú seljist í sama blandi. Fullnaðarsamþykkt um barnalærdóm þennan verður ekki gerð fyrr en í haust. En þar sem litlar líkur eru til að honum verði nokkuð gjörbreytt, finnst mér ekki ófróðlegt að kynnast honum nú þegar og hefi snarað honum lauslega á íslenzku. Sleppt er þó: postullegu trúar- játningunni, tíu boðorðunum, (sem eru lítillega stytt), æðstu boðorð- unum og faðirvorinu). — G. Á. I. Köllun Guðs — Svar kristins manns (• Hvert cr þilt krislnu najn? Ég heiti .... -■ Hver gaf f>ér þetta nafn? Foreldrar mínir og guðfeðgin gáfu mér þetta nafn við skírn mina, J. Hvaö geröi Guö fyrir þig í skírninni?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.