Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 18
160
Kirkjuritið
skijta Guö nokkru.
Hann kemur róti á djúpin og allt vorl öryggi
fýkur eins og hálmstrá út í veöur og vind.
Vilji hans einn heldur öllu uppi
og ryöur sér alls staöar braut,
enn nœrgöngulli en vatn og lojt.
En sá misskilningur aö leita hans,
jtar sem hann jtegar býr í öllu, umlykur og altekur oss.
Þaö eina, sem vér þörfnumst er aö gefast honum á vald og aö girnast
ekkert nema vilja hans.
Guö ber jafn óumflýjanlegan kærleika til allra;
til mín, sem hann hefur leyfl að lifa þetta af, óbifanlega öruggan
um návist hans,
til allra þeirra, sem dóu á hinu örlagaríka augnabliki og eru nú
sælir i hans samfélagi,
til allra, sem enn eru grafnir í rústunum á milli heims og helju,
og hann gefur ráörúm til skilnings og sinnaskifta.
Það er ljóst, að þetta kall skáldsins úr djúpinu, hefur kom-
ið mörgum á óvart og vakið mikla umhugsun.
Hættan mikla
Chukuka Okonjo, sendimaður frá Nigeríu, lét m.a. svo um-
mælt á fundi í Núrnberg ekki alls fyrir löngu: ,,Um trúboðið
er það að segja, að hvítum mönnum er fyrst og fremst aðkall-
andi að taka það alvarlega heima fyrir í sínum eigin ættlönd-
um. Almennt talað eru allir Evrópumenn heiðingjar. Þeir eru
afar slæmir vottar þeirrar trúar, sem þeir prédika“.
Þessi háski hefur alltaf verið fyrir hendi. Páll postuli víkur
strax að honum í bréfum sínum, getur þess oftar en einu
sinni, hvílíkur vandi kristnum mönnum sé hér á höndum, að
gera ekki trú sinni til skammar með líferninu. Af því að svo
erfitt er að komast hjá slíku, hafa líka margir lagt einstreng-
ingslega áherzlu á trúna, bæði fyrr og síðar. Slíkt er að sjálf-
sögðu blekking.