Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 46
188
Kirkjuritið
Þeim 200 krónum, sem þá eru eftir, skal varið á sama hátt og segir
í 5. grein um vexti komandi ára, eftir því sem til hrekkur.
4. grein
Biskup íslands varðveitir sjóðinn og hefir umsjá með, í samráði við
æskulýðsráðsfulltrúa Þjóðkirkju Islands, að vöxtum hans sé varið sam-
kvæmt því sem segir hér á eftir.
5. grein
I árslok 1961 — og upp frá því í hver árslok — skal verja öllum árs-
vöxtum sjóðsins til að kaupa sunnudagsskóla-myndir handa börnum
eins og talið er í 6. grein. Sé fé fyrir hendi skal jafnframt senda ár-
lega 1 eða 2 biblíumyndakefli (eða ,,myndarúllur“) hverjum barna-
skóla á þessum sömu stöðum og innheftan árgang af 1 eða 2 kristi-
legum barnablöðum.
6. grein
Við úthlutun skulu börn á þessum stöðum og í þessari röð, sitja
fyrir, ef þau hafa ekki þegar fengið umrædda „Ljósgeisla“ um hendur
Sunnudagaskólakennara.
í Grímsey, Hóla- Viðvikur-, Hvamms- og Ketusóknum í Skagafjarð-
arprófastsdæmi, Langholtssókn í Meðallandi, Öræfum, Flatey 'á Skjálf-
anda, Flateyjar-, Gufudals-, Múla- og Brjánslækjarsóknum í Barða-
strandarprófastsdæmi, Breiðabólstaðar-prestakalli á Skógaströnd, Mjóa-
firði eystra, Hólsfjöllum og Jökuldal.
Heimilt er, ef biskup mælir með, að þessar sendingar falli niður ann-
aðhvort ár — til barna á síðari helming þessara staða og aðrar fámenn-
ar sóknir látnar njóta þess.
Reykjavik, 6. febrúar 1961.
Sigurbjörn Á. Gíslason
(sign)
Maður nokkur segir svo frá: Ég heimsótti, ásamt vini mínum, munka-
klaustur ekki alls fyrir löngu. Munkurinn, sem var til leiðsagnar, fékk
okkur smáupplýsingarit um regluna. Vinur minn blaðaði í því og
gapti svo af undrun. ..Þetta hlýtur að vera misskilningur“, hrópaði
hann upp. — „Hér stendur að munkarnir fari á fætur klukkan 3 á
nóttunni“.
Munkurinn brosti ljúfmannlega. „Það er áreiðanlega misskilningur",
svaraði hann, „en þar fyrir er það satt“.
Háskólakennari átti viðræður við franskan munk, sem harmaði að
regla sín væri ekki jafn fræg fyrir lærdómsiðkanir og Jesúítar né held-
ur fyrir þagnarhald sitt og góðverk, sem Trappistarnir. „En“, bætti
hann við, „hvað auðmýktina snertir, þá erum við fremstir".