Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 27
Kirk j uritið 169 12. Hvernig er kirkjunni lýst í játningunum? Henni er svo lýst, að hún sé ein, heilög, almenn og postulleg. 13. Hvu'ö átt jm viö meö þeim oröum? Með þeim orðum á ég við þetta: Kirkjan er ein, því að hún er ein fjölskylda undir yfirstjórn eins Föður, sem hefur þá ætlun að sameina alla menn í samfélagi Jesú Krists, Drottins vors. — Kirkjan er heilög vegna þess, að Guð hefur með tilstuðlan Heil- ags Anda aðgreint hana sér til handa. — Kirkjan er almenn, sakir þess, að hún er altæk, nær til allra þjóða á öllum tímum og um- lykur kristna trú í allri hennar fyllingu. — Kirkjan er postulleg, þar eð hún er ákvörðuð til að prédika öllum heimi fagnaðarerind- ið, og hefur hlotið guðlegt vald sitt og kenningu frá Kristi fyrir meðalgöngu postulanna. 14. HvaSa kennimannastéttir eru innan kirkjunnar? Frá fornu fari hafa verið þrjár kennimannastéttir innan kirkj- unnar: biskupar, prestar og djáknar. 15. .Hvert er verk biskups? Verk biskups er að vera yfirhirðir og stjórnandi í kirkjunni, að vernda trúna; vígja og staðfesta; og hafa með höndum höfuðþjón- ustu orðsins og sakramentanna innan biskupsdæmis síns. 16. Hvert er verk preslsins? Verk prestsins er að prédika orð Guðs; kenna og skíra; fara með hið heilaga altarissakramenti; lýsa aflausn og blessun í nafni Guðs, og annast þá, sem biskupinn hefur trúað honum fyrir. 17. Hvert er verk djáknans? Verk djáknans er að aðstoða prestinn við hina helgu þjónustu og og önnur embættisstörf undir leiðsögn biskupsins. 13. HvaS er enska kirkjan? Enska kirkjan er hin forna, almenna og endurbætta kirkja í þessu landi. Hún heldur á lofti, og heldur fast við, kenningu og þjón- ustu hinnar einu, heilögu, almennu og postullegu kirkju. .HvaS er hiS anglikanska samfélag? Hið anglikanska samfélag er kirkjufélög innan hinnar almennu kirkju Krists, sem halda fram postullegri kenningu og skipan og eru í nánum tengslum hvert við annað og við erkibiskupsstólinn í Kantaraborg. IV. Kristin hlýðni 20. Þriöja heitstrengingin, sem gjörS er viö skírn jjína skuldbindur þig til aö halda boöorS Guös alla þína œvidaga. Hvar hejur Guö kunn- gjört þessi boöorð? Guð hefur kunngjört þessi boðorð bæði í Gamla- og Nýjatesta- menti Ritningarinnar, og sérstaklega með kenningu og fyrirdæmi Drottins vors Jesú Krists. 2f. HafSu yjir tíu boöoröin i lögmáli Móse.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.