Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 8
150
Kirkjuritið
ávallt verið í embætti, því höfum það hugfast, að embætti
er þjónusta. Til þeirrar þjónustu var hann kallaður. Hann
hefir verið minister verbi divini, þjónn hins guSdómlega orðs.
Hjá honum var vitnisburðurinn skýr. Þar var hin fagnandi
trú, enda hafði hann þessi orð í hjarta og á vörum: „Þér
munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins“.
Hjá honum sáust ávextir andans: Kærleikur, gleði, frið-
ur, trúmennska, hógværð, bindindi.
/ li jarta hans hjó iSandi lífsfjör fagnandi trúar. Menn hafa
séð það og heyrt, að honum hefir aldrei komið til hugar að
fela trú sína. En þess minnast menn einnig, hvernig hann
léði margvíslegum málefnum fylgi sitt. Með ráði og dáð
studdi hann iþróttamennina, og með lífi og sál gladdist
hann með þeim, er iðkuðu sönglistina, og svo má lengi telja,
enda bjó ávallt í huga hans það orð, er hann lærði á unga
aldri: „Nil humanum a me alienum puto“. Ekkert mann-
legt var honum óviðkomandi. Hann batt vináttu við allt,
sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert og gott af-
spurnar. Allt þetta átti greiðan aðgang að rúmgóðu hjarta.
Ætíð þakklátur og ánægður með sín kjör, enda hefi ég
aldrei heyrt hann kvarta. En í kynnum mínum við hann
voru þessi orð postulans oft í huga mínum: „Eins og fátæk-
ir, en auðgum þó marga“. Ég hugsa með þakklæti um þessa
auðlegð. Það veit ég, að séra Friðrik var stórríkur af þakk-
látri gleði, er aðrir ásamt honum fengu hlutdeild í hinum
himneska fjársjóði.
Séra Friðrik starfaði fyrir æskuna með þeirri sannfær-
ingu, að kristin æska skapaði þjóðinni sanna farsæld. Það
er spurt: Hver er framtíð þjóðarinnar? Spyrjum aftur: Hvar
og hvernig er æskan?
Það var hugsjón séra Friðriks, að starfiS skyldi helgaS
GuSi og œttjörS.
Það er bezt að láta hann sjálfan tala. Þá er auðheyrt hvað
hann vill.
Hann segir svo: