Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 6
148
K i r k j u r i t i ð
,Verjið vígið, vaskra drengja sveit*. Láttu hljóma ljúft á
móti loforð sterk og heit“.
Það eru margir, sem muna þessa hreinu æskugleði, er
þeir voru í flokki þeirra, sem fagnandi tóku á móti hinni
vekjandi hvatning, um leið og sungið var með eldmóði:
,,Áfram. Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum vér.
Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher".
Þá sáu menn töfravald lofsyngjandi trúar. Það var hlust-
að á trúaðan ungan mann, sem með orðum heilagrar Ritn-
ingar spurði: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi
sínum hreinum?" og svarið var: „Með því að gefa gaum að
orði Drottins“.
Hvernig ættum vér að gleyma þeim stundum, er þannig
var á oss kallað?
Lærisveinarnir, sem voru á páskagöngu með Jesú, sögðu:
„Brann ekki hjartað í okkur?“ Ég segi við marga vini, sem
eru í þakkarskuld við séra Friðrik: „Brann ekki hjartaS, er
hlustaS var eftir vitnisburSi lifandi trúar?“
Sá vitnisburður heyrðist víðsvegar hér á landi, í Reykja-
vík, í Hafnarfirði, í Vestmannaeyjum, á Akureyri, á Akra-
nesi, þar sem síra Friðrik var heiðursborgari, og á ýmsum
öðrum stöðum, til sjávar og sveita. Menn hlustuðu á hin
sannfærandi orð, er þjónn Drottins starfaði með krafti trú-
arinnar í Danmörku og í Vesturheimi.
Þessu er ekki gleymt. Samúðarskeyti, minningargreinar
og blómsveigar hafa borizt frá Danmörku, þar sem hin
blessunarríku áhrif starfs hans geymast hjá fjöldamörgum,
sem á æskunnar dögum nutu hjálpar hans.
Það segir á einum stað í Guðsorði: „Þú hefir áminnt
marga, og magnþrota hendur hefir þú styrkt; þann, sem
hrasaði, reistu orð þín á fætur“.
Þetta er svar margra nú í dag við starfi séra Friðriks.
Blessunin, er fylgdi starfi hans í ræðu og riti, í bundnu og
óbundnu máli, í ljóðum, sálmum, skáldsögum og minningar-
bókum, hefir náð til margra, sem oft hafa sagt og segja:
,,Þetta á ég séra FriSrik aS þakka“.