Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 19
161 Kirkjuritið I dag liggur það mönnum í augum uppi, að kristnin á í vök að verjast víðast hvar og einkum í Asíu og Afríku, sakir ókristilegrar breytni ýmissa fégráðugra og valdafíkinna krist- inna manna síðustu aldirnar — þrátt fyrir fagurt kristlyndi og dásamlegt fórnarstarf fjölmargra kristniboða. Og sú er kaldhæðni örlaganna, að sums staðar verður kristnin að þoka fyrir Múhameðstrú sakir þess, að sú síðarnefnda reynist sterkari í reynd í því, sem er höfuðboð meistarans frá Nazar- et — að allir menn eigi að elska hver annan. Arnold Toynbee hefur skrifað um þetta smá grein, sem birt var í Morgunblaðinu 3. febrúar s.l. Þar heldur hann því fram að: „Þegar trúboðar frá Norður-Afríku og Asíu hafa boðað Múhameðstrú á hinum víðáttumiklu svæðum suður af Sahara, hefur venjulega risið upp eitt samfélag Múhameðs- trúarmanna á hverjum stað. Þegar vestrænir trúboðar hafa snúið Afríkumönnum til kristinnar trúar, hafa að vísu risið upp samfélög kristinna manna, en gjarnan tvö á hverjum stað — annars vegar samfélag hvítra, hins vegar svartra. Því miður er komin á eins konar regla í þessum efnum meðal kristinna manna og hin eina verulega undantekning sannar staðreynd hennar. Kristið fólk, sem mælir á portú- galska og spænska tungu, virðist jafn laust við kynþátta- kreddur og Múhameðstrúarmenn. Sem dæmi um það má nefna Mexico og Brazilíu. Á báðum þessum stöðum eru íbú- arnir af mörgum kynþáttum, en þeir mynda eitt samfélag — eina þjóð. Ugglaust er það engin tilviljun, að kristnir Portú- galar og Spánverjar skuli vera gæddir þessari dyggð Múha- meðstrúarmanna. — Svo virðist sem hún sé arfur frá þeirra eigin fortíð — frá því, er þeir voru undir stjórn Múhameðs- trúarmanna í margar aldir“. Að vísu má gera við þetta þá athugasemd, að ekki aðeins í frumkristni, heldur æ síðan, hafa ótal kristnir menn um all- ar jarðir barizt fyrir bræðralagi og jafnrétti allra manna. Og frá þeim er yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um þessi atriði runnin. Hitt stendur samt, sem fyrr er sagt, að Toynbee hef- ur hér allt of mikið til síns máls. 11

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.