Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 15
157 K i r k j u r i t i ð Ríkir skapsmunir og ýmsir stríðir strengir í stórri sál lutu sprota meistarans, sem hann unni, konungsins, sem hann fylgdi. Náðargjöfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra. Hann vissi um það vald, sem hann gat haft yfir öðr- um. Það er freisting leiðtogans, að valdið yfir öðrum, að- dáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinan- legt frá málstað, hann þarf að ráða, vera miðdepill, stjaka til hliðar, eiga sinn fiokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt, því að hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, ekkert tillit, enga fylgispekt, enga þökk. Hann gleymdi engum, sem á vegi hans varð, gleymdi vart nokkru andliti né neinu nafni, þeir áttu fyrirbæn hans, hann bar þá fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. En þeir, sem hurfu úr augsýn og fóru sina leið og virtust alveg gleyma honum, einnig þeir áttu hann alltaf óbreyttan, fundu hann óbreyttan, ef þeir hitt- ust á ný, fundu sama opna faðm, sama glaða, skuggalausa þel. Að vera í senn jafn gagntekinn af lífsköllun og hann var og þó svo hátt hafinn yfir allt persónulegt, verður þeim ein- um auðið, sem komast næst því að deyja sjálfum sér og lifa Kristi, og það var leyndarmál séra Friðriks. Upplag hans og köllun hnigu í einn farveg, en köllunin og hlýðnin við hana gerðu hann það, sem hann var. Það hefur verið með réttu sagt, að menn þurfi ekki að vera mikilmenni að gerð til þess að gefast miklum málstað og vaxa við það sjálfir langt fram úr því, sem ella hefði orð- ið. Þó sker það meira úr um manngildi en annað, hvort sem æenn eru smærri eða stærri í sniðum, hvaða sýnir þeir sjá, kverju þeir ganga á hönd. Séra Friðrik gekk Kristi til handa og lifði honum. Fyrir það er hann mestur, það var hans tign, það er æðsta, hin eina, vegsemd manns. Og nú er Kristur Jesús vegsamlegur orðinn fyrir hann, í lífi og dauða, skinið af dýrð Drottins lýsir af lífsferli hans og vér lútum því og þökkum það. Hann gat sagt við Drottinn sinn:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.