Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 44
186
K i r k j u r i t i ð
„fátækt andans“ og ,,hugleiðingin“ veitt þeim þrek til að
verða við öllum neyðarkröfum náunga síns. Og einnig til að
taka með undirgefni hverju, sem örlögin létu þeim að hönd-
um bera, þegar þeir gegndu kalli skyldunnar, eins og þeim
skildist það bezt.
I þeirra huga var kærleikurinn — þetta marg misnotaða
og misskilda orð — ósköp einfaldlega óumræðilegur afl-
gjafi, ef þeir lifðu sönnu fórnarlífi. Og það var þeim alveg
sjálfgefið, að þessum kærleika fylgdi hiklaus hlýðni við
skylduna og skilyrðislaus viðtaka hvers, sem lífið veitti, hvort
heldur það færði þeim sjálfum erfiði og þjáningu — eða þá
hamingju.
Ég geng þess ekki dulinn, að þessar uppgötvanir mínar á
lögmálum hins innra lífs og starfsskyldunni hafa ekki misst
gildi sitt.
Dag Hammarskjöld.
Ég trúi því af alhug, að Hann, hinn réttláti, og uppspretta réttlæt-
isins, hafi skapað mig og allt annað i ákveðnum tilgangi. Hann gæddi
mig broti af anda sínum mér til leiðsagnar og styrks í mínum mann-
lega veikleika. Ég er myndaður í líkingu hans. Ég er þjónn hans, og
tilgangur lífs míns hlýtur að vera sá, að ég opinberi gæzku hans og
góðvilja, hvar sem ég fer og hvað sem ég aðhefst. — Sir Basil Henrique.
Það að afneita tilvist Guðs er sama og halda því fram, að ekkert
skipti neinu máli að lokum. Ef maðurinn væri ekki að einhverju leyti
frjáls og ábyrgur gerða sinna væri öll hugsun og siðferðileg hegðun
einskær hégómi. Og ef dauðinn bindi endi á líf einstaklingsins væri
mannlífið tilgangslaus þáttur í meiningarlausri sögu efnisheimsins.
— B. C. Butler, ábóti.
j