Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 48
Erlendar fréttir V J Dr. A. Reeves, sem var hrakinn úr landi samkvæmt fyrirskipun Suður- Afríkustjórnar í september s.l. og hefur setið í Lundúnum síðan, hefur nú sagt af sér embætti. Vill hann ekki játa kynþáttaskiftinguna. Sú þjónusta verður nú æ víðtækari í borgum erlendis, að prestar hlusta á ,,skriftamál“ manna í símanum og gefa þeim, sem eiga í andlegum erfiðleikum — og oft vilja ekki láta nafn sitt uppi — þær ráðlegging- ar, sem þeir geta. Stundum taka líka læknar og sálfræðingar o.fl. þátt í slíkri ,,sálusorgun“ ásamt prestinum. í Vestur-Berlín eru nú átta þess háttar hjálparstöðvar. Sagt er að þar hafi svo reynzt að þriðji hver nauðlíðandi hafi strítt við hjúskaparvandamál. William F. Albright, heimskunnur fornleifafræðingur, segir i blaðavið- tali ekki alls fyrir löngu, að rannsóknir sínar hafi æ betur leitt i ljós, að Gamla-testamentið sé mjög traust söguleg heimild. Frakkar ætla nú að taka upp kirkjudag eftir þýzkri fyrirmynd. Verð- ur slíkt mót haldið i Strassburg núna um hvitasunnuna og er búist við mikilli þátttöku. Mormónar sækja á í Evrópu. Ráðgera að reisa þar 250 kapellur á þessu ári. Tíu prestar sóttu námskeið — það þriðja í röðinni, — sem nýlega var haldið í Jarvenpaá í Finnlandi um kirkjuna og iðnaðarstofnanirnar. Fyrst hlýddu þeir á erindi um iðnstofnanir og verkalýðsmál. Síðan unnu þeir í verksmiðjum i sex vikur. Að því búnu voru þeir á nýju námsskeiði, þar sem þeir ræddu þá reynslu, sem þeir höfðu öðlazt og áttu viðræður við nokkra vinnuveitendur og verklýðsforingja. Frú Gerda Buega fyrrv. trúboði í Kína, hefur nýlega farið þangað kynn- isför. Segir hún að kristnir menn eigi mjög í vök að verjast þar eystra. Af 200 kirkjum, sem voru í Shanghai eru nú aðeins 20 i notkun. Fjórir söfnuðir starfa nú í Peking. Voru 65 fyrir fáum árum. Helzti ljós- punkturinn er sá, að kirkjuklofningur og reiptog hinna ýmissu sér- trúarflokka má heita úr sögunni. Allir kristnir menn taka nú höndum saman til að berjast fyrir lífi sínu og kirkjunnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.