Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 31
K i r k j u r i t i ð
173
47. Hver er hin innri og andlega gjöf heilagrar kvöldmáltíSar?
Hin innri og andlega gjöf hennar er líkami og blóð Krists, sem er
sannlega og á andlegan hátt af honum gefið og meðtekið af hinum
trúu.
48. HvaS er átt viS meS því aS meStaka líkama Krists og hlóS?
Það, að meðtaka líkama Krists og blóð, þýðir, að meðtaka líf
Krists sjálfs, sem var krossfestur, reis síðan upp, og er nú lifandi
að eilífu.
49. HvaSa ávinning höfum vér af heilagri kvöldmáltíS?
Ávinningur vor af henni er sá, að samfélag vort við Krist og
kirkju hans styrkist, vér öðlumst fyrirgefningu syndanna og hún
er oss líkamlee og andleg næring fyrir hið eilífa líf.
■50. Hvers er krafist af þeim, sem ganga til altaris?
Af þeim, sem ganga til altaris, er þess krafist, að þeir hafi lif-
andi trú á náð Guðs sakir Jesú Krists, og minnist þakklátum
huga dauða hans og upprisu. Að þeir iðrist sannarlega synda sinna,
hyggi á að lifa nýju lífi, og beri kærleika í brjósti til allra manna.
5J. HvaS er heilög vígsla?
Heilög vígsla er sú þjónustugjörð, þegar þeir, sem skipaðir eru
biskupar, prestar eða djáknar, hljóta embættisvald og náð Heilags
Anda af hálfu Drottins Jesú Krists sakir fyrirbæna og handayfir-
lagningar.
52. HvaS er heilagt hjónaband?
Heilagt hjónaband kallast það, þegar maður og kona verða eitt,
sem eiginmaður og eiginkona í ævilöngu samfélagi.
53. Hver er hin kirkjulega þjónusta varSandi hjónabandiS?
Hin kirkjulega þjónusta varðandi hjónabandið felst í því að
blessa manninn og konuna við hjónavígsluna, svo að þau sam-
eiginlega öðlist náð Guðs. Og til þess að þau fyrir þær sakir lifi
réttilega samkvæmt þeim hvötum, sem hann hefur þeim í brjóst
lagt og fullkomni ást sína hvort á öðru og þeim börnum, sem þau
eignast á kristnu heimili.
54. HvaS er aflausnin?
Aflausnin er athöfn, þar sem þeim er veitt fyrirgefning Guðs, er
réttilega iðrast synda sinna og hafa játað þær ótilneyddir í á-
heyrn sálusorgara síns í þeirri ætlun að bæta líferni sitt.
55. Hver er lœknisþjónustan?
Með læknisþjónustunni veitist náð Guðs til lækningar anda, sálar og
líkama, sem svar við trú og bæn. Stundum er handayfirlagning
og smurning henni samfara.
VI. Hin kristna von
56. Hver er sú von, sem kristinn maSur ber í brjósti?
Kristinn maður lifir í öruggri von um endurkomu Krists, efsta
dóm og upprisu til eilífs lífs.