Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 14
156 Kirkjuritið Vér gjörum enga að dýrlingum í vorri kirkju. En eigi mun samtíð séra Friðriks deila um það, að hann hafi verið jafnoki þeirra, sem helgir voru kallaðir. Og í huga kristinn- ar alþýðu mun hann taka sæti með Guðmundi góða og Þor- láki, meistara Jóni og Hallgrími. Og það skulu menn vita, þegar líða tekur frá og menn fara að skoða persónuna í skuggsjá verka hennar og áhrifa, að maðurinn sjálfur var nákunnugum sannarlegt ævintýri og aldrei fremur en undir lokin, guðdómlegt ævintýri. Vér geymum það margir sem dásamlega reynslu að hafa verið við dánarbeð dýrlegs manns og fá að sjá hinn heilaga ljóma af ásjónu hans, þegar hann þreyði í forgarði eilífðar. Mörgum mun nú á tímum þykja barnalega að orði komizt í Guðmundar sögu, þar sem segir, að eigi séu á öðrum lönd- um að jafnmiklum mannfjölda fleiri heilagir menn en á Is- landi, og halda bænir þeirra landinu uppi, en ella mundi fyrirfarast landið, segir þar. Bamalegt? En er það samt ekki svo um lífsverðmætin, lífefnin í menningu og mann- félagi, að þetta byggist á þeim mönnum, er gangast undir þá þegnskyldu við lífið, sem mannlega skoðað er miklu meiri en þeim ber og opna þannig lífsæðar, sem aðrir njóta flest- ir hugsunarlítið eða gera sitt til að stífla? Án endurnýj- unar andlegra verðmæta helzt ekki menning uppi, land né þjóð, og hnignun væri óhjákvæmileg ef á móti þeim mörgu, sem aðeins neyta en veita ekki, kæmu ekki hinir, stórir og smáir, sem auðga og frjóvga, trúa, elska, fórna, helgast. Orð- in, sem ég vitnaði til úr hinni fomu helgisögu, eru lögð útlendum mönnum í munn. Það eru tveir nútímamenn, sem víðast og dýpst hafa orpið geisla af Islandi inn í hugi er- lendra manna, prestarnir og vinirnir séra Jón Sveinsson og séra Friðrik. Víst er það, að séra Friðrik var frábær maður að upplagi, um gáfnafar, sálarfjör, geðslag. En enginn skyldi ætla að hann hafi sjálfkrafa, af eðlisnauðsyn, orðið það, sem hann varð. Hann þekkti hvað það er að keppa á skeiðvellinum og leika sjálfan sig hart, berjast trúarinnar góðu baráttu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.