Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 32
Kirkjuritið 174 57. Hva'iia skilning eigitm vér aö leggja í endurkomu Krists? Vér eigum að ætla að Guð, sem fyrir Krists sakir hefur skapað og endurleyst alla hluti, muni einnig fyrir Krists sakir, fullkomna alla hluti og algera þá í ríki sínu við endurkomu Krists. 58. Hvernig eigum vér aö skilja hinn efsta dám? Vér eigum að ætla að allir menn verði að standa Guði reiknings- skil á lífi sínu. Og muni hann fyrirdæma allt og eyða öliu, sem illt er, en leiða þjóna sína til fagnaðar Drottins þeirra. 59. Hvernig eigum vér aö skilja upprisuna? Vér eigum að ætla, að Guð, sem sigraði dauðann með upprisu Krists, muni reisa alla þá sem Krists eru upp í dýrðarlíkama, svo að þeir fái lifað með honum í samfélagi heilagra. 60. IIvert er ]>á öryggi vort, sem kristinna manna? Oryggi vort sem kristinna manna er, að hvorki dauði né líf, né yfirstandandi hlutir, né ókomnir, muni slíta oss frá ást Guðs, þeirri, sem felst í Jesú Kristi drottni vorum. Að vér, með því að fara dagvaxandi í Guðs Heilaga Anda, og með því að fylgja æ betur dæmi Krists, frelsara vors, munum að lokum verða gjörð- ir honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Þess vegna bið ég svo: Guð allrar náðar, sem með Jesú Kristi hefur kallað oss til eilifrar dýrðar eftir að vér höfum þjáðst um stundarsakir, geri oss full- komna og óhagganlega, hann styrki oss og móti. Hans sé dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen. Vestmannaeyingur skrifar í bréfi til biskups: ,,Það er eitt enn sem ég vildi minnast á við þig. Það er öllum ljóst, að orð guðs í heil. Ritningu er það, sem öll guðsdýrkun og kristindóms- boðun verður að byggjast á, en því miður er sú bók ekki svo kunnug almennt séð, sem skyldi. Væri ekki hægt að fá rikisútvarpið til að hafa stöðugan fræðslutíma, t. d. einn dag í viku, þar sem kristinn maður læsi og útskýrði ritningarkafla ? Útvarpið hefur fræðsluþætti um alls konar hluti, sem sumir a.m.k. eru ekki nauðsynlegri en Bibliufræðsla, og vist mundi það allstór hópur hlustenda, sem tæki þeirri fræðslu fegins hendi, ef veitt væri af hæfum manni á hentugum tíma. Útvarpsmessur eru góðar að vissu leyti og margir hlusta á þær með alvöru og ánægju, einkum veikt fólk og vanmegna. Og morgunhugvekj- an, sem flutt er kl. 8, er mörgum kær en tíminn er ekki vel heppileg- ur, á þessum tíma er vinna víða að hefjast og margir að heiman farnir, en alltaf geta einhverjir hlustað á þennan þátt. Passíusálmurinn er flest- um eða nær öllum kær og mjög má þakka útvarpinu að það lætur flytja hann hverja föstu. En fræðslustundir um heil. Ritningu mundu koma sér vel og verða mörgum til uppbyggingar“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.