Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 40
182 K i r k j u r i t i ð Fyrstu árin ólst hann upp hjá foreldrum sínum í fríðum systkinahópi í Tungukoti á Vatnsnesi. En sjö ára gamall fer hann til föðursystur sinnar Sigríðar Jónsdóttur Thorlacius og manns hennar Helga Thorlacius, Einarssonar prófasts í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem þá bjuggu að Tjörn á Vatnsnesi. Dvaldi hann hjá þeim nokkur ár, og átti hann ávallt fagrar myndir og minningar frá dvölinni á Tjöm. Það kom snemma í Ijós að hann var námfús og vel gef- inn. Hann þráði meiri menntun, en unnt var að veita hon- um heima í sveitinni hans á Vatnsnesi. Tóku þá hjónin Sigurður sál. Jónsson skólastjóri við Mýr- arhúsaskólann á Seltjarnamesi, en Sigurður var föðurbróð- ir nafna síns, og kona hans frú Þuríður Helgadóttir, að sér hinn unga svein og settu hann til mennta. Séra Sigurði þótti vænt um þau, eins og þau hefðu verið foreldrar hans. Séra Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík í okt. 1941, og kandidat í guðfræði frá Háskóla íslands með fyrstu einkunn 29. maí 1946. Að loknu guðfræðiprófi hélt hann út í prestsskapinn. Hinn 10. júlí 1946 er hann settur sóknarprestur að Breiðabólstað á Skógaströnd frá 1. júlí 1946 að telja og var vígður hinn 14. sama mánaðar. Var honum svo veitt prestakallið 12. ágúst 1952. Þegar hann var kominn í prestakall sitt komu eðliskostir hans glöggt í ljós. Hann var í hvívetna samvizkusamur og skyldurækinn, og vildi vinna öll sín störf af beztu getu. Kom hann sér því vel við sóknarbörn sin, og sýndu sóknarbörnin það oft, að þau kunnu að meta hann og báru hlýjan hug til hans. Prestsstörf fóru honum vel úr hendi, bæði utan kirkju og innan. Kynntist ég því sjálfur mjög vel, því hann hjálpaði mér tvisvar sinnum, í veikindum mínum, með að annast prestsstörf fyrir mig í prestakalli mínu. Var ánægjulegt að vera í kirkju hjá honum. Séra Sigurður var skemmtilegur maður í viðræðum og í vinahópi. Var honum einkar lagið að halda uppi samræðum. A

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.