Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 22
164
Kirkjuritið
um þvingaðir til að leggja hér meira af mörkum, en sæmilegt
sé, skal þessa getið að lokum:
Kirkjugjöld hafa alltaf verið ótrúlega lág. Síðustu árin
hefur hámark þeirra verið um 67 krónur á hvern einstakan
safnaðarmeðlim. A þinginu í vetur var það hækkað upp í
100 krónur. En jafnframt kom skýrt í ljós, að háttvirtir al-
þingismenn gættu þess vandlega að ekki yrðu nú safnaðar-
menn skaðlega rúnir, þótt þeir hefðu þörf nýrrar kirkju.
Frá því laust eftir aldamót var það ákvæði um fjöritíu ár
í lögum, eins og ég hefi einu sinni áður vikið að, — að þegar
þess væri sérstök þörf, mætti safnaðarfundur samþykkja að
hækka kirkjugjöldin lítillega, enda kæmi líka samþykki hér-
aðsfundar til. Engin dæmi eru þess, að þetta hafi verið mis-
notað, né valdið nokkrum umkvörtunum. Og sannast sagt
hafa einstöku söfnuðir fylgt þessu fram til þessa. En það
reyndist útilokað að fá þetta ákvæði aftur tekið upp í lögin
á síðasta þingi. Enda treystist Kirkjuþingið heldur ekki til
að gera um það ályktun.
En er samt ekki næstum því óskiljanlegt, að söfnuðum sé
með þessu móti bannað að fara þessa leið, sem mörgum hefur
gefizt vel? Er meira að segja ekki allt að því útilokað, að
sjálft Alþingi vekti jafn skelegglega yfir öllum öðrum félags-
skap í landinu? Ólíkt eru félagsgjöldin a.m.k. hærri í mörg-
um félögum, sem ég hefi þekkt til en 67-100 kr. nú á dögum.
Og samt engar skorður við því settar að þau séu hækkuð,
ef það er samþykkt á aðalfundum samkvæmt lögum sjálfs
félagsins.
Þótt enn standi að vísu heimild um, að leyfa hækkun
kirkjugjalda í hlutfalli við útsvör manna, — sem og var jafn-
framt í hinum eldri lögum — vík ég ekki frá því, að það
dæmi sem hér er nefnt sýnir hvorki sérlega viðsýni né neinn
brennandi áhuga fyrir kirkjubyggingum. Og á meðan sá andi
er ríkjandi, sem það lýsir, geta áreiðanlega allir sofið rólega
þess vegna, að það verður sem betur fer unnt að reisa eins
mörg sjúkrahús og líknarhæli í landinu og þörf krefur —
hvað sem öllum kirkjubyggingum líður.