Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 21
163
Kirkjuritið
Annars hafa þrír aðilar aðallega staðið fyrir kirkjubygg-
ingum í landinu. Fyrst og fremst kirkjubændur. Hvíldi sú
kvöð á jörðum þeirra, sem þá fylgdu sérstök hlunnindi og
nokkrar eignir, og síðar kirkjugjöldin, eftir að þau komu til
sögunnar. En sannast sagt varð það baggi á kirkjubændum,
að verða að endurreisa kirkjurnar. Sumir þeirra lögðu til
þess mikið fé úr eigin vasa og geysilegt erfiði. Svo var um
Asgeir alþingismann Einarsson, er hann reisti Þingeyra-
kirkju á síðustu öld. Og eins má minna á framtak Jóns Stef-
anssonar í Möðrudal fyrir fáeinum árum.
I öðru lagi voru svokallaðar lénskirkjur, sem voru raunar
þjóðareign á síðari öldum, en faldar forsjá presta. Og það
gilti alveg sama máli um þær, að það kom þungt niður á
prestunum að endurbyggja þær. Ég veit það t.d. um tengda-
föður minn, séra Stefán M. Jónsson, sem í sinni prestsskapar-
tíð byggði bæði Bergsstaða- og Auðkúlukirkju, að hann kost-
aði miklu til þeirra beggja frá sjálfum sér.
Loks eru svo safnaðai-kirkjurnar, sem nú eru langsamlega
flestar. Hver söfnuður verður að standa straum af þeim, bæði
kvað snertir byggingu og viðhald. Kirkjugjöldin hrökkva
skammt, ef um nýbyggingu er að ræða. Ríkissjóður hleypur
ekkert undir baggann, ef frá er talið framlagið til lánasjóðs-
ins, sem fyrr getur. Einstök bæjarfélög, t.d. Reykjavík og
Kópavogur, styðja hins vegar slíkar byggingar eins og stend-
Ur með nokkru framlagi úr bæjarsjóði. Vera má að svo sé
Hka um stöku hreppsfélög, þótt mér sé það ókunnugt.
Helztu úrræðin hafa verið þau, að leita eftir lánum, eftir
því sem unnt er. Hefur Hinn almenni kirkjusjóður, (sem er
aðallega fé Strandakirkju), orðið þar drýgstur til bjargar
UPP á síðkastið. Víða hafa söfnuðirnir lagt á sig mikið erfiði
°g fórnir vegna þessara mála — satt er það. En eingöngu af
fúsum og frjálsum vilja, og eftir því sem hver hefur sjálfur
bosið. Engin minnsta ástæða er til að ætla, að því erfiði eða
fé hefði verið varið til annarra betri hluta af hálfu þeirra,
sem þar eiga hlut að máli.
Þeim til sálufriðar, sem halda að söfnuðirnir séu með lög-