Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 24
166 Kirkjuritið ins sigurs bæði yfir náttúrunni og þess eigin ágöllum. Að mennirnir verði að lokum færir um að lifa eins og bezt er unnt í þessum undraheimi. Að öll aukin þekking og framfarir verði þeim til blessunar. En það verður áreiðanlega ekki hrok- inn né litilsvirðing á guðlegri opinberun, sem lýsir þá leið né veitir styrk til slíks sigurs. Hitt mun sannara, sem segir í hinum forna orðskviði, að „ótti Drottins er upphaf vizkunn- ar“, og að „manninn stoðar ekki að eignast allan heiminn, ef hann fyrirgjörir sálu sinni“. Fyrirspurn Erlendis er alsiða, að lesendur blaða og tímarita, sendi þeim örstutt bréf um hugðarefni sín eða þau mál sem eru efst á baugi. Þetta er vinsælt lesefni. Vér íslendingar hugs- um eflaust ekkert minna en aðrir um lífið og tilveruna, né erum engu síður forvitnir um andleg mál, eða raunar ófús- ari að leggja um þau orð í belg, ef svo ber undir. Þess vegna hef ég saknað þess undanfarin ár, hve fáir les- endur Kirkjuritsins hafa skrifað því um það, sem þeir bera fyrir brjósti. Mér þætti vænt um að fá slík bréf, sem ég hef vakið máls á. Ekki er víst að unnt væri að birta þau öll, a.m.k. í heilu líki, en það yrði gert eftir efnum og ástæðum. Og ekki mundi skoðanaágreiningur verða Þrándur í Götu. Drengilegar umræður eru lífsnauðsyn innan kirkjunnar og utan. Tómlætið er drep í öllum málum. Gunnar Árnason. Skólastjóri við alþýðuskóla skrifar bréf til biskups: ,,Vil ég nota þetta tækifæri og þakka fyrir æskulýðsmessuna í vetur. Hún varð með áhrifameiri stundum, sem ég hef lifað i minni kirkju og er áreiðanlega spor í rétta átt til að tengja æskuna á ný kirkjunni. Það verður að venja fólkið á að vera aktívt í guðsþjónustunum, ekki passívt. Fannst mér enska kirkjan um margt til fyrirmyndar hvað það snerti. Finna verður nýtt guðsþjónustuform, eitthvað í líkingu við form æskulýðsguðsþjónustunnar, sem knýr fólkið til virkrar þátttöku. Því miður urðu þeir ágætu kirkjukórar til þess víða að gera enn fleiri kirkju- gesti að passívum áheyrendum en áður var“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.