Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 47
Innlenrlar fréttir
Frú Jóhanna Magnúsdóttir, ekkja sr. Stefáns Jónssonar á Staðarhrauni,
andaðist 19. marz. Hún var af Langholtsætt. „Gerðarleg kona og svip-
falleg, það sópaði af henni hvar sem hún fór. Búin góðri greind". Hélt
þreki sínu fram í háa elli.
Dr. Róbert A. Ottósson hefur verið skipaður söngmálastjóri Þjóðkirkj-
unnar frá 1. maí þ. á.
Séra Halldór Kolbeins hefur fengið lausn frá embætti og er brauðinu
slegið upp til umsóknar.
Ormar Þór Guðjónsson cand. arch., og Birgir Breiðdal, stud. arch.,
er dveljast í Stuttgart í Þýzkalandi, hlutu fyrstu verðlaun fyrir teikn-
ingu Mosfellskirkju í Mosfellssveit. Önnur verðlaun hlutu arkitektarnir
Guðmundur Kr. Kristinsson og Manfreð Vilhjálmsson, Reykjavík, og
briðju verðlaun hlaut Hörður Björnsson, byggingarverkfræðingur, Kópa-
vogi.
Árbæjarkirkja var vigð sunnudaginn 16. apríl af biskupi íslands, að
viðstöddum um 100 boðsgestum. Hún er að stofni til gömul torfkirkja
frá Silfrastöðum. Er eign Minjasafns Reykjavíkurbæjar. Ætlunin að hún
verði notuð sem kirkja Selásbúa fyrst um sinn, enda full þörf þess.
Þarna er heilstórt úthverfi, sem á óhægt um kirkjusókn annað. Prestur
er séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli. Tekur kirkjan um 70—80 manns
í sæti.
Einar Einarsson, sóknarnefndarformaður, hefur verið vígður djákn í
Grímsey. Segir gjörr af því siðar.
Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði varð 80 ára 13. apríl 3.1. Hann hef-
ur verið þar kirkjuorganisti í hálfa öld. Jónas er kirkjuþingsmaður og
hefur alltaf verið hinn áhugasamasti um kristindómsmál.
Séra Friðriks Friðrikssonar var mjög minnst að verðleikum í Dan-
rnörku. Einkum má nefna ágæta grein, er séra Finnur Tuliníus skrifaði
um hann í Berlingske Tidende.