Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 26
168 Kirkjuritið Við skírnina kallaði Guð mig til samlífs við sig, ég var gerður meðlimur safnaðar Krists, barn Guðs og erfingi guðsríkis. 4. Hvað gcrðu guðfeðgin fnn fyrir þig við skímina? Við skírnina hétu guðfeðgin mín Guði þrennu fyrir mína hönd: I fyrsta lagi að ég afneitaði öllu, sem rangt er og berðist gegn hinu illa, í öðru lagi, að ég skyldi játa kristna trú og halda fast við hana og treysta örugglega Kristi sem drottni mínum og frels- ara. I þriðja lagi að ég skyldi gæta boða hans af fullri hlýðni og þjóna honum trúlega alla mína ævidaga. II. Kristin trú 5. Hvar átt þú aðgang að höfuðefni þessarar kristnu trúar, sem þú ert skyldur til að trúa og halda fast við? Höfuðefni hennar er að finna í hinni postullegu trúarjátningu og Nikeujátningunni. 6. Hafðu hina postullegu trúarjátningu yfir. Ég trúi .... 7. Hvað lærir þú af trúarjálningunum? Af trúarjátningunum læri ég að trúa á einn Guð, Föður, Son og Heilagan Anda, sem er skapari og stjórnari alheimsins og hefur gert alla hluti sér til dýrðar. 8. Hvað lœrir þú um Guð föður? Ég læri það, að Guð faðir gerði mig og alla menn í sinni mynd, og að hann af kærleika sínum sendi son sinn til að sætta heiminn við sig. 9. Hvað lœrir þú um Guð-Soninn? Ég læri, að Guð-Sonurinn gerðist maður og dó fyrir syndir vorar, oss til hjálpræðis, að hann var reistur sigrandi upp frá dauðum og hafinn á hástól Guðs til að vera talsmaður vor og meðalgang- ari, og hann muni koma á ný sem dómari vor og frelsari. 10. Hvað lœrir þú um Guð-Heilagan Anda? Ég læri, að Guð-Heilagur Andi sé aflvaki alls góðs, sem býr í brjósti mannanna. Að hann sé lífvaki kirkjunnar, og að hann geri mér fært að vaxa að líkingu Jesú Krists. Þannig læri ég að trúa á einn Guð, Föður, Son og Heilagan Anda og ég lofa og vegsama þessa þrenningu með svofelldum orðum: Dýrð sé Guði, Föður, Syni og Heilögum anda, svo sem hún var í upphafi, er og verða mun um aldir alda. Amen. III. Kirkjan og kennimennirnir 11. Hvað er kirkjan? Kirkjan er allur lýður Guðs, sem tilbiður hann bæði á jörð og himni. Hún er líkami Krists í hverjum hann heldur áfram sáttar- gjörð sinni meðal mannanna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.