Kirkjuritið - 01.10.1961, Page 10

Kirkjuritið - 01.10.1961, Page 10
344 KIRKJURITIÐ eldrum og kennurum til leiSbeiningar og hjálpar við kristin- dómsfræðsluna. Hann skrifaði um langt skeið vikulega stutt- ar liugvekjur í blaðið Dag á Akureyri og nefndi þær: Þegar þysinn hljóðnar. Myndi vel fallið, að þær yrðu nú gefnar lit í bókarformi til minningar um starf hans. Hann tók af lífi og sál þátt í kristilega æskulýðsstarfinu á Norðurlandi, og var enginn áhugasamari en hann. Hann skrifaði í Æskulýðsblaðið á Akureyri og æskulýðsblöð í öðrum landsfjórðungum liug- leiðingar, sögur og ljóð. Ennfremur safnaði hann sálmum og ljóðum í fvrirhugaða æskulýðssöngbók, og lék honum mjög hugur á, að hún kæmi út sem allra fvrst. En ef til vill hefur lionum verið kærast harnastarfið á Dalvík, sem liann veitti forystu ár eftir ár til æviloka. Þar kaus liann sér leg, og Dal- víkurbörn stóðu lieiðursvörð um kistu hans í kirkjunni. ★ Valdemar Snævarr varð prestur. Öll æfi Iians ber því vitni. Hann varð prestur á þann liátt, sem hverjum kristnum manni er ætlað að vera, einlægur og sannur lærisveinn Jesú Krists, trúr „liinum almenna prestsdómi“. Virðist mér nú að leiðar- lokurn, sem æskudraumar lians hafi rætzt á dýrlegan liátt, þótt ekki yrði hann prestvígður með yfirlagningu handa. Hann hlaut vígslu hans, sem sagði: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“. Á mikilli hættutíð var Valdemar með lífi sínu og dæmi djarfur fulltrúi þeirrar stefnu, er ein getur leitt kristnina til sigurs, að börn hennar öll taki liönd- um saman og hoði kærleik Krists í orði og verki. Þótt Valdemar sé nú horfinn oss, þá hljómar enn í anda til vor rödd lians: Sameinizt, kristnir menn, allir. Ég á fjölda bréfa frá Valdemar Snævarr um áratugi, og margar Ijúfar minningar. En þær eru allra bjartastar, er hann hefur setið hjá mér og farið með sálma sína. Rödd lians var svo mild og djúp, og augun Ijómuðu hrein og skær eins og sólskin frá heiðbláum himni. Þannig geymi ég mvnd lians. Hann var gjöf frá Guðs liendi, þjóð vorri og kirkju. Og ])á gjöf skal þakka og muna. Ásmundur GuSmundsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.