Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 17
Trúarleg verðmœti
eru í fullu gildi
Vi&tal viS Gu&laug Þorvaldsson
Guðlaugur Þorvaldsson, deildarstjóri í Hagstofu íslands, svarar
hér nokkrum spurningum ritstjórans. Guðlaugur er fœddur órið
1924 að Jórngerðarstöðum í Grinda’vík, sonur hjónanna Þorvaldar
Klemenssonar og Stefaníu Tómasdóttur. Hann stundaði nóm í
Flensborgarskóla, Menntaskólanum ó Akureyri, lauk þar stúdents-
prófi órið 1944, og innritaðist síðan í viðskiptadeild Hóskóla Is.
lands. Kandídatsprófi lauk hann í jan. 1950. Að því loknu var hann
skipaður fulltrúi í Hagstofu íslands og síðan deildarstjó.i órið
1955. Jafnframt því hefur Guðlaugur annazt kennslu í viðskipta-
deild Hóskóla íslands síðan 1956 og var settur prófessor í for-
föllum Gylfa Þ. Gíslasonar menntamólaróðherra síðastliðinn vetur.
Guðlaugur er safnaðarfulltrúi Hóteigssóknar og formaður lyfja-
verðlagsnefndar. Hann hefur tekið virkan þótt í margvíslegum
félagsstörfum, m. a. verið formaður Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur og Starfsmannafélags stjórnarróðsins.
Árin 1950—1961 kenndi Guðlaugur hagfrœði við Verzlunar-
skóla Islands. Hann fór til stuttrar kynnisdvalar við norsku og þýzku
hagstofurnar órið 1958. Kvœntur er Guðlaugur Kristínu Kristins-
dóttur og eiga þau þrjó syni.
Hver voru helztu einkenni þess „andlega andrúmslofts“, sem
þú ert alinn upp í?
„Ég held, að Grindvíkingar liafi hvorki verið trúhneigðari
né kirkjuræknari menn en gerðist í íslenzkum sjávarþorpum
á uppvaxtarárum mínum. Samt naut kirkjan öflugs stuðnings
margra hreppsbúa og fólk gerði sér ekki far um að forsmá
trúarleg verðmæti. Séra Brynjólfur Magnússon var prestur
safnaðarins öll æskuár mín. Hann var orðlagður ræðumaður,
og sjómannamessur hans voru einkum áhrifaríkar og vel sótt-