Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ
43
innar og ætlast sumir boðendur til „óskeikullar trúar“ á þeim.
Þess konar skoðanavissa liefur reynzt kristindóminum skeinu-
hættari en nokkuð annað. Hugleiðið þetta með sjálfum ykk-
ur. Fullt trúnaðartraust til hinnar andlegu staðreyndar leysir
skoðanimar i'ir læðingi, gefur þeim frelsi. Vantraust á grund-
vellinum veldur því að menn ríghalda sér í liúsin eins og
fólkið, sem hnappast saman á þökum umflotinna húsa, sem
stundum má sjá í fréttamyndum blaðanna. Greinin segir frá
austantjalds-blekkingu af því tagi, sem ópíum múgsefjunar-
innar getur við haldið um stund, en endar með skelfingu fyrr
en varir, ef enginn Móses er til að leiða fólkið út úr húsi
ánauðarinnar. Þeir, sem aldrei hafa látið sefjast, og eins
hinir, sem vaknaðir eru af dásvefninum, vita, að ekkert nema
liin andlega einstaklingsliyggja Ivrists getur unnið á þeirri
andaveru vonzkunnar í himingeimnum, sem þarna er að verki.
Gufispjall af grösum og trjám nefnist ræða eftir séra Benja-
mín Kristjánsson, sem næst fer á eftir í ritinu, bráðsnjöll og
andleg. Þar bregður hann hetri egginni á Benjamínsnauti,
sverðinu sveifluglaða. Þetta er Ijómandi boðskapur. Gefum
gaum að liljum vallarins hversu þær vaxa.
Bókafregnir, innlendar fréttir og erlendar reka lestina og
lýkur þar lesmáli heftisins, en liugsun mín prjónaði langau
sokk að lestrinum loknum. Svo lítur út fyrir, að sánkti Nikulás
hafi komið og troðið í hann þessu, sem hér gengur út á þrykk.
Haf þökk fyrir þitt mikla og óeigingjarna starf í þágu les-
endanna, ritstjóri góður. Einnig sé öðrum þökk, sem efni
lögðu til. Mættum vér fá meira að lieyra.