Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 23
Kl RKJURITIÐ 17 Manni kemur — þótt í þessu kristna landi sé ■— þetta hljóð úr þessu horni, næstum þægilega á óvart. Hitt öllu vanalegra að margir forgöngumenn stati mest af efa sínum og lítiltrú. En þessi hógværa en einarða yfirlýsing á sérstakt erindi til vor í ársbyrjun. Það skiptir oss áreiðanlega meira máli en nokkuð annað, þegar lengst er rakið, hvort vér trúum á Guð eða ekki. Ekki vegna þess eingöngu, að vér höfum þörf á að eiga liann að, ef unnt er. Engu síður sakir þess, að það ræður úrslitum um lífsstefnu einstaklinga og þjóðar. Það er ekki vert áð gera gys að hugsjónum, því að j)ær ráða í raun og veru heimsviðburð- unum. Hugarferillinn markar einstaklinginn — og hugar- markið stýrir hendi valdhafanna. Þess vegna er það voðinn sjálfur, að valdamenn eins mesta stórveldis nútíðarinnnar skuli hafa guðleysi á stefnuskrá sinni. Enginn veit til hverra óskapa j)að getur leitt. Hitt er ljóst, að vér getum aðeins mætt því og barist gegn j)ví með því að játa og sýna trú vora ákveðnar í orði og á borði. Vér liöfum opin augu fyrir því, að land vort er enn aðeins hálfræktað og auð- lindir þess ekki nema að litlu levti nýttar. Vér þurfum engu síður að skilja, að oss vantar mikið á að vera fullkristnir. Og j)að er jafn skaðsamlegt. Spádómsorð skáldsins eru og verða í fullu gildi: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa. Annar vitnisburfiur Dr. Gvlfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, skrifar í minn- ingagrein um séra Friðrik Friðriksson, í bókinni: Sóra Friðrik segir frá. bls. 96—97: -----— Það, sem gerði hann sérstæðan, voru ekki gáfur hans, ekki sígild menntun hans, ekki góðvild hans og óeigin- girni, ekki viljastvrkur hans og kjarkur. Það, sem gerir hann ógleymanlegan öllum, sem kynntust honum vel, voru ólýsan- legir persónutöfrar. Hver svo sem örlög séra Friðriks höfðu orðið í lífinu, hvaða starfi, sem hann hefði gegnt, þá hefðu j)essir óræðu töfrar fylgt lionum, mótað verk hans og gert þau 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.