Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ
41
en þó stöðugt fús til hjálpar. Hann verður að vera laus við
allan tepruskap“. Svo segir amerískur trúboði, sem nýlega var
i (.ongo. Er þetta ekki lýsing á allra elztu gerðinni?
Pistlar. „Vér þörfnumst skeleggra trúvarnarmanna“, segir
sera G. A. í pistlunum sínum, sem á eftir fara. Já, mikil væri
þörfin að eiga fleiri trúboða af alfa-omega gerðinni, og það
ó Islandi. „Staðreyndir kristninnar eru blátt áfram véfengdar
af miklum þorra fólks . . .“, segir hann enn. Það blýtur að
vera mikill munur á þorranum hans og svo mínum. Þessi
staðbæfing samsvarar ekki reynslu minni, heldur bef ég oft
undrazt og glaðst vegna þess, að flest alþýðufólk, sem ég lief
kynnzt, lítur á það sem sjálfsagðan hlut, að Jesú hafi verið
sa, sem bann sagðist vera, og að liann hafi gert allt, sem sagt
er frá í Nýja Testamentinu. Þessu trúir fólkið, þrátt fyrir
gáleysisþvaður margra, sem vilja telja sjálfa sig menntamenn,
en afneita staðreyndum kristninnar, — einmitt staðreyndum.
Til hvers ætlast mikill þorri fólks? Að prestarnir trúi og
treysti á staðreyndir kristninnar, að þeir trúi á það, að krafta-
verk geti gerzt, að andinn tali við menn í draumum og vitr-
unum enn í dag, ef þeir lilusta í auðmýkt, að Kristur geti,
vilji og reyni að vísa öllum á veginn, — einnig andstæðing-
um séra N. N. Mikill þorri fólks ætlast til þess af langskóla-
gengnum mönnum, að þeir leggi sig fram um að kynnast og
profa áður en þeir afneita. Þjóðin þráir menn, sem þora að
baga sér í samræmi við Krist, forystumenn, sem verða ekki
skrítnir í framan og fara jafnvel að muldra eittlivað um geð-
sýki, ef minnst er á máttarverk heilags anda. Engan hitti ég
i íslenzkri klerkastétt, sem biklaust lét uppi, að bann treysti
bandleiðslu Krists, fyrr en séra Friðrik Friðriksson varð á
vegi mínum fvrir náð binnar sömu liandleiðslu. Fáa bef ég
síðan bitt, sem svo djarfir liafa verið í orði sem bann. Mikill
er munurinn á innsæi lians og trúnaðartrausti (trú!) og þeirri
tortryggni, sem ég hef séð í augum annarra, sem töldu sér
truna einkum til ágætis, þó ekki væru þeir svo Biblíuhlýðnir
að þeir prófuðu andana að ráði postulans. Þyki ég harðorður
1 garð geistlegra manna, þá er það vegna þess, að mér er sárt
um sauðina, sem þeim er falið að gæta. Ekki eru undir öll-
um gærum þeir andar, sem snúizt geta til varnar, ef þörf
genst. Svo verða menn sjálfir að dæma, livort ég er glefsandi