Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 46
40
KIRKJURITIÐ
um samkvæmt leiðsögn andans, sem í honúm bjó, og kom
þeim auglýsingum á framfæri í tíma og ótíma og ráðlagði
lærisveinum að fara eins að. Nú ganga menn að öllu gruflandi.
En hvernig fer, ef einstaklingar, prestar eða aðrir, eru svo
bundnir af fyrirmælum og áætlunum, að þeir þverskallast við
þeim breytingum, sem andinn kann að vilja gera? Þá þarf
ekki lengi að bíða eftir rigor mortis, öruggustu einkenni um
það, að dauðinn er kominn til skjalanna.
Kvœði kemur næst í heftinu, stutt en ekki lítið, því að
það er leiðsögn í andardrætti andans, listinni að biðja. Áberzl-
an er lögð á trúnaðartraust, auðmýkt og Iilýðni við kær-
leiksríkan föður. Segið mér nú, lærðir menn. Ég sá í bók, að
hið gríska orð, sem á íslenzku er þýtt með „trú“, merkir trún-
aðartraust. Er þetta rétt? Sé svo, er ekki vanþörf á að strika
undir það með rauðu og kenna í guðfræðideildinni. Að fall-
ast gagnrýnislaust á skoðanir á þá ekkert skylt við trú, þó
að sumir boðendur vilji svo vera láta.
KveSja norrama biskupafundarins þykir mér vel og kristi-
lega orðuð. Já, þreytumst ekki að biðja. Fróðlegt væri að geta
skyggnzt inn í bænalíf hér á landi. Hvað skyldu þeir vera
margir, sem biðja án afláts? Hversu margir leita einveru til
bæna að fyrirsögn og fyrirmynd Jesú? Eru þeir margir, sem
biðja í anda og sannleika, eða er ónytjumælgi beiðingjanna
algeneari?
Mynd frá Afríku er brugðið upp af séra Jakob Jónssyni.
Það er mynd af fólki, sem þekkir köllun sína — og lilýðir,
mynd af hvítri konu, sem dansar í liópi svertingja af lífi og
sál, og verður bara enn bvítari af því. Ekki væri ónýtt að
eignast slíkan dans á Islandi, svo mörg sem ballhúsin eru. Að
dansa liefur sinn tíma, að starfa hefur sinn tíma. Er það ekki?
Allt liefur líma, nema bvíti maðurinn. „Guð bvíta mannsins
er klukkan“.
Klukkugoðið innblæs mönnum eirðarleysisandanum og kjör-
orði bans: Ég má ekki vera að því. Það er alltaf verið að flýta
sér til „nauðsynlegra starfa“ framhjá þurfandi mönnum og
Guði. Breiður er sá vegur. En þarna í hinni svörtu Afríku fæð-
ast hvítar bugsanir. „Trúboði af binni nýju gerð er maður,
sem kann að taka skömmum, vera misskilinn, eiga á hættu að
verða fyrir móðgunum, láta sér lynda, að litið sé niður á liann,