Kirkjuritið - 01.01.1962, Síða 32

Kirkjuritið - 01.01.1962, Síða 32
KIRKJURITIÐ 26 setja sig. Ég hef séð margt á þeim átta árum, sem ég hef þ jónað hér, en það sem nú blasti við mér, snart mig inn að lijarta- rótum. Djúp þögn var yfir hópnum. Engir þekktust. Engir töluðust við. En örlög allra voru hin sömu. Þeir hiðu með þolin- mæði, unz einn eftir annan var afgreiddur. Þeir vissu, hvað að baki hí. En livað var framundan? Þegar í aprílmánuði 1957 höfðu forsætisráðherrar fjögurra þýzkra landa kallað flóttamannastrauminn þjóðfélagslega hættu (Nazionele Kata- strophe). Nú er flóttamannastraumurinn meiri en hann liefur nokkru sinni verið síðan 1953, en hver lætur sig skifta þessa þjóðfélagshættu? Vér göngum til guðsþjónustu, og vér ger- um það, eins og allt geti gengið sinn vana-gang, og muni lialda áfram að ganga sinn vana-gang, meðan hundruð og þús- undir manna knýja á dyr vorar og leita hælis“. Síðan lieldur presturinn áfram ávarpi sínu með brennandi ósk um meiri hjálp, andlega og efnislega, flóttafólkinu til handa. Ef litið er á störf og stéttir flóttafólksins, kennir þar margra grasa, en all-margt liefur verið ])ar um iðnaðarmenn og bænd- ur, auk menntamanna af ýmsu tagi. Meðal liinna síðastnefndu eru flestir kennarar, þá verkfræðingar og tæknimenntaðir menn, og í þriðja lagi stúdentar og námsmenn. Nokkuð liefur verið um lækna, en prestar fáir eða engir. Kirkjustjórn liinn- ar evangelisku kirkju, sem nær bæði vfir söfnuði Austur- og Vestur-Þýzkalands hefur lýst því yfir, að prestar, sem flýji frá söfnuðum sínum austan við járntjaldið, fái enga fyrir- greiðslu eða bjálp til að komast að kirkjulegu starfi í Vest- ur-Þýzkalandi. Séð hef ég, að í safnaðarblaði einu frá Aust- ur-Þýzkalandi er þessu mjög fagnað, og skorað á heilbrigðis- yfirvöldin að taka sömu stefnu gagnvart læknum, sem fari frá siúkrahúsum eða læknisembættum, án þess að nokkur trygging sé fyrir því, að aðrir taki við. Eftirtektarvert er það, að meir en lielmingur flóttafólksins er ungt fólk, innan við 25 ára aldur. Eru þar meðtalin börn og unglingar, sem fylgjast með foreldrum eða eldri systkin- um, en mikið er um unga menn á herskyldualdri og námsfólk. Sjálfsagt má ganga út frá því, að unga fólkið sé kjarkbetra en liið aldraða, við að taka sig upp og leita nýrra heimkynna, og einkennir það í rauninni alla fólksflutninga fyrr og síðar. Eins og áður er á minnzt, er Vestur-Þjóðverjum mikill

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.