Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 33 liverra, sem ég vissi fvrirfram, að væru hlyntir ríkisvaldinu, um afstöðu þess til kirkju of; kristindóms. Ég var svo heppinn að vera boðinn í ágæta veizlu, sem haldin var af stjórnar- völdum fylkisins, þar sem ég var gestur. Var veizlan lialdin heiðurs nokkrum útlendum guðfræðingum og prestum, sem þar voru á fundi. Öðru megin við mig sat þingmaður en á hina höndina prestur. Þingmaðurinn var ekki kommún- Jsti, heldur meðlimur í minnihlutaflokki, sem kenndur er við kaþólska trú. Presturinn var mótmælendaprestur, en einn þeirra, sem vill bera friðar- og sáttarorð milli stjórnmálaleið- toganna og kirkjunnar. Ég spurði þá margs, og þótti fróð- legt að ræða við þá. Ég sagði þeim, að ég hefði lesið ummæli eftir forsætisráðherra landsins, þar sem hann mælti eitthvað á þá leið, að sannur sósíalisti vrði að segja skilið við trúarbrögðin og vera guðleysingi. Ég spurði, hvort ég ætti að líta svo á, að þetta væri persónulega skoðun ráðherrans, eða hvort það væri stefna ríkisvaldsins, sem þarna lýsti sér. Þeir svöruðu síðari spurningunni játandi og lýstu því yfir, að stefna stjórnarinnar væri tvímælalaust sú hin sania og kæmi fram í orðuin forsætisráðherrans. Ég spurði þá, hvort ég mætti hafa þetta eftir opinberlega, því að ekki vildi ég hafa annað eftir en ]iað, sem þeir sjálfir samþykktu. Þeir kváðu ekkert því til fyrirstöðu, að ég skýrði frá því, sem okkur færi á milli. Að öllu samanlögðu fékk ég |)á hugmynd, að í Austur-Þýzkalandi yrði vart við tvær ólíkar stefnur gagn- vart kirkjunni. Fyrri stefnan lýsir sér í þeirri hugsun, að sósíalisminn hljóti að byggjast á efnishyggju, liinum dialekt- iska materialsma og gegnum sterkt flokkskerfi er náð til ein- staklinga, skóla og heimila. Þeir, sem vilji vera sannir sósíal- ístar, hljóti að segja skilið við trúarbrögðin sem hverja aðra hjátrú. Hin stefnan fer í þá átt, að telja eitt og annað í kenn- ingúm kirkjunnar jákvætt og gott, svo sem að brýna fyrir fólkinu réttlæti, frið og sannleiksást. Hvað sem líði skoðunum á guði og himninum, eigi því kristnir menn að geta unnið með ríkisstjórninni að lausn hinna praktisku vandamála. — Agreiningurinn sé í rauninni um fremur lítilsverð atriði, er ekki liafi mikið gildi. Segja má, að kirkjan hafi á sinn hátt mætt andstöðunni einnig með tvennum hætti. Margir biskupar liafa fvrirboðið prestum sínum að ferma unglinga, sem geng- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.