Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 34
28 KIRKJURITIÐ Hann er sterklegiur maður, ákveðinn í framkomu, og til hans er eilífur straumur af fólki allan daginn. Hann þarf að lilusta á frásagnir fjölda manns, sögur, sem eru liver annarri líkar oft og tíðum, um margs konar vandræði, og hann getur þess við mig, að það reyni stundum á þolinmæðina, að lilusta á hverja sögu, eins og hún sé allsendis ný. Að öðrum kosti er liætt við, að skriftaharnið fái þá hugmynd, að því sé enginn gaumur gefinn og segi sem svo: „Hann getur lilustað á aðra, en stendur á sama um mig“. Það gerir sér ekki grein fyrir því, að presturinn þarf ekki að láta segja sér allt. Hann hefur nóga reynzlu í starfinu til þess að geta sér til um margt, sem hverjum einstaklingi liggur á hjarta. I sambandi við starf kirkjunnar man ég sérstaklega eftir tvennu öðru. Annað var herbergi, þar sem úthlutað er fatn- aði til þeirra, sem slíks eru þurfandi, og hitt er litla kapellan, þar sem messur eru sungnar, bæði að lútherskum og kaþólsk- um sið. Presturinn liefur skrifstofur sínar í kjallara stórliýsis, sem annars er gistihús flóttafólksins. Bæði fyrir utan húsið, í öllum stigum og herbergjum úir og grúir af fólki. Sums staðar eru heilar fjölskyldur í einu herbergi. Sjaldnast hefur öll fjölskyldan orðið samferða. Faðirinn hefur ef til vill ferð- ast með sumt af börnunum og konan með hin, unz þau náðu saman aftur. Annars lilaut ókunnugur ferðamaður eins og ég að spyrja sjálfan sig, hvort yfirvöldum Austur-Þýzkalands væri í rauninni nokkur veruleg alvara með að stöðva flótt- ann, úr því að þúsundir manna gátu komist leiðar simiar á einum mánuði eða nokkrum dögum. Sums staðar lieyrði mað- ur þær raddir, að þetta myndi vera með ráði gert, því að stjórnarvöld Austur-Þýzkalands væri vel kunnugt um þau vandræði, sem flóttamannastraumurinn ylli í Vestur-Þýzka- landi. Þó að það ætti í sjálfu sér að vera mikill hagur í að fá allan þennan vinnukraft inn í landið, væri fjöldinn svo geysi- legur, sem kæmi á stuttum tíma, að ekki vrði búið nægilega vel í haginn. Nokkrir liéhlu því einnig fram, að Austur-Þjóð- verjar væru fegnir brottflutningnum, vegna þess, að þeir myndu ekki heldur ráða við það vandamál að veita öllum atvinnu og góð kjör. — Ég leit á hvort tveggja þessar fullyrð- ingar sem ágizkanir, sem ómögulegt væri fyrir ferðamann að mynda sér sjálfstæða skoðun um. Flóttamenn áttu raunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.